Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna 15. mars 2006 11:43 MYND/Anton Brink Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Björn Ingi gerir Staksteina Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag að umtalsefni í á heimasíðu sinni í gær. Hann segir að af Staksteinunum megi ráða að meiri svartsýni ríki en áður um að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta kosningunum í borginni í vor og því hafi höfundur Staksteina gripið til „áætlunar F" til að reyna að tryggja sjálfstæðismönnum völdin. Björn Ingi, sem er fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að í umræddum Staksteinum sé frambjóðanda frjálslyndra í þriðja sæti sérstaklega hampað og kenningin sé sú að hann njóti slíkrar almannahylli að það nægi til að tryggja F-listanum sæti í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna. „Af hverju skyldu spunameistarar sjálfstæðismanna vera áhugasamir um að koma slíkri kenningu á flot?" spyr Björn Ingi og svarar: „Augljóslega af því að þeir sjá í hendi sér að nái Frjálslyndir inn manni færist sjálfstæðismenn nær alræðisvaldi í málefnum borgarinnar. Telja þeir það einu von sjálfstæðismanna um hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?" spyr hann svo aftur. Björn Ingi minnir á að frjálslyndir séu klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og að sagan segi mönnum að slík framboð leiti fyrr eða síðar aftur til uppruna síns. Því sé ekki að undra að gamalreynda stjórnmálaskýrendur í Kringlunni dreymi um að sjálfstæðismenn fái sjö borgarfulltrúa í kosningunum í vor og Frjálslyndir einn. Þannig nái þeir meirihluta, svona bakdyra megin, eins og Björn Ingi orðar það. Menn skuli þó spyrja að leikslokum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Björn Ingi gerir Staksteina Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag að umtalsefni í á heimasíðu sinni í gær. Hann segir að af Staksteinunum megi ráða að meiri svartsýni ríki en áður um að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta kosningunum í borginni í vor og því hafi höfundur Staksteina gripið til „áætlunar F" til að reyna að tryggja sjálfstæðismönnum völdin. Björn Ingi, sem er fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að í umræddum Staksteinum sé frambjóðanda frjálslyndra í þriðja sæti sérstaklega hampað og kenningin sé sú að hann njóti slíkrar almannahylli að það nægi til að tryggja F-listanum sæti í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna. „Af hverju skyldu spunameistarar sjálfstæðismanna vera áhugasamir um að koma slíkri kenningu á flot?" spyr Björn Ingi og svarar: „Augljóslega af því að þeir sjá í hendi sér að nái Frjálslyndir inn manni færist sjálfstæðismenn nær alræðisvaldi í málefnum borgarinnar. Telja þeir það einu von sjálfstæðismanna um hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?" spyr hann svo aftur. Björn Ingi minnir á að frjálslyndir séu klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og að sagan segi mönnum að slík framboð leiti fyrr eða síðar aftur til uppruna síns. Því sé ekki að undra að gamalreynda stjórnmálaskýrendur í Kringlunni dreymi um að sjálfstæðismenn fái sjö borgarfulltrúa í kosningunum í vor og Frjálslyndir einn. Þannig nái þeir meirihluta, svona bakdyra megin, eins og Björn Ingi orðar það. Menn skuli þó spyrja að leikslokum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira