Forsætisráðherra Íraks krefst ítarlegrar rannsóknar á morðum 5. júlí 2006 23:00 Bandarískir hermenn á sjúkrahúsinu í Ramadi í Írak í dag. MYND/AP Forsætisráðherra Íraks krefst þess að morð bandarískra hermanna á ungri konu og fjölskyldu hennar verði rannsakað ítarlega. Fyrrverandi hermaður hefur verið ákærður fyrir morðin og að hafa nauðgað ungu konunni. Talið er að allt að fjórir hermenn til viðbótar hafi átt þátt í ódæðunum. Ættingjar fórnarlambanna ræddu málið við fjölmiðla í fyrsta sinn í dag. Frændi þeirra segir vitni fyrst hafa sagt að andspyrnumenn hefðu myrt fjölskylduna en þegar ljóst var í síðustu viku að Bandaríkjamenn væru að rannsaka málið hafi fólk síðan gefið sig fram og sagt aðra sögu. Þetta fólk hafi verið hrætt og því ekki viljað bendla bandaríska hermenn við ódæðin. Fregnir í bandarískum fjölmiðlum hafa hermt að unga stúlkan hafi verið tvítug og hin fórnarlömbin hafi verið foreldra hannar og yngri systir. Vitni segja hana hins vegar hafa verið fimmtán ára. Steve Green er fyrrverandi hermaður, sem var rekinn úr bandaríska hernum og sagður þjást af persónuleikaröskun. Hann er ákærður í málinu. Norui al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag mikilvægt að rannsaka málið ofan í kjölinn. Nauðsynlegt sé að óháð rannsókn fari fram. Einnig sagði hann rétt að endurskoða friðhelgi fjölþjóðlega herliðsins í Írak. Kröfur forsætisráðherrans voru gerðar skömmu eftir að bandarískir og íraskir hermenn gerðu áhlaup á sjúkrahús í Ramadi, vestur af höfuðborginni Bagdad, en þar er vígi andspyrnumanna úr hópi súnnía. Grunur lék á að þaðan væru gerðar árásir á hermenn með sprengjuvörpum eða leyniskyttur kæmu sér þar fyrir. 10 féllu og rúmlega 20 særðust í þremur sprengjuárásum í Bagdad og Mosul í dag. Hátt í 1600 lík munu hafa komið í líkhúsið í miðborg Bagdad í síðasta mánuði og ekki hafa þau verið fleiri síðan til átaka kom í febrúar eftir að sprengjuárás var gerð á helgidóm sjía í Samarra. Erlent Fréttir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Forsætisráðherra Íraks krefst þess að morð bandarískra hermanna á ungri konu og fjölskyldu hennar verði rannsakað ítarlega. Fyrrverandi hermaður hefur verið ákærður fyrir morðin og að hafa nauðgað ungu konunni. Talið er að allt að fjórir hermenn til viðbótar hafi átt þátt í ódæðunum. Ættingjar fórnarlambanna ræddu málið við fjölmiðla í fyrsta sinn í dag. Frændi þeirra segir vitni fyrst hafa sagt að andspyrnumenn hefðu myrt fjölskylduna en þegar ljóst var í síðustu viku að Bandaríkjamenn væru að rannsaka málið hafi fólk síðan gefið sig fram og sagt aðra sögu. Þetta fólk hafi verið hrætt og því ekki viljað bendla bandaríska hermenn við ódæðin. Fregnir í bandarískum fjölmiðlum hafa hermt að unga stúlkan hafi verið tvítug og hin fórnarlömbin hafi verið foreldra hannar og yngri systir. Vitni segja hana hins vegar hafa verið fimmtán ára. Steve Green er fyrrverandi hermaður, sem var rekinn úr bandaríska hernum og sagður þjást af persónuleikaröskun. Hann er ákærður í málinu. Norui al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag mikilvægt að rannsaka málið ofan í kjölinn. Nauðsynlegt sé að óháð rannsókn fari fram. Einnig sagði hann rétt að endurskoða friðhelgi fjölþjóðlega herliðsins í Írak. Kröfur forsætisráðherrans voru gerðar skömmu eftir að bandarískir og íraskir hermenn gerðu áhlaup á sjúkrahús í Ramadi, vestur af höfuðborginni Bagdad, en þar er vígi andspyrnumanna úr hópi súnnía. Grunur lék á að þaðan væru gerðar árásir á hermenn með sprengjuvörpum eða leyniskyttur kæmu sér þar fyrir. 10 féllu og rúmlega 20 særðust í þremur sprengjuárásum í Bagdad og Mosul í dag. Hátt í 1600 lík munu hafa komið í líkhúsið í miðborg Bagdad í síðasta mánuði og ekki hafa þau verið fleiri síðan til átaka kom í febrúar eftir að sprengjuárás var gerð á helgidóm sjía í Samarra.
Erlent Fréttir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira