Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 14. júlí 2006 16:00 Ji-Youn Han er fyrsti Asíubúinn sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á vegum Alþjóðlegs orgelsumars. Hún leikur á tvennum tónleikum um helgina, kl. 12 laugardaginn 15. júlí og kl. 20. sunnudaginn 16. júlí. Ji-Youn er frá Suður-Kóreu en hefur undanfarið verið við nám í Freiburg í Þýskalandi. Hún lauk einleikaraprófi árið 2003 og er núna í framhaldsnámi þar. Þá vann hún fyrstu verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu orgelkeppni í Nürnberg árið 2004. Á efnisskrá hádegistónleikanna á laugardaginn 1eikur Ji-Youn Han fyrst Fantasíu í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart en verk hans eru áberandi á tónleikum sumarsins í tilefni af Mozart-árinu, þar er núna eru 250 ár síðan hann fæddist. Síðara verk hádegistónleikanna er Prelúdía og fúga í c-moll op. 37 eftir Felix Mendelssohn. Fyrir hlé á aðaltónleikum helgarinnar, sunnudaginn 16. júlí kl. 20, leikur Ji-Youn Han fyrst Konsert í a-moll sem J.S. Bach umritaði eftir konserti Vivaldis fyrir tvær fiðlur. Þetta er einn fallegasti konsertinn sem Bach umritaði. Annað verkið er Fantasía í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart og eru trillur og flókin fótspilshlaup verksins, upphaflega skrifað fyrir lírukassa, meðal þess erfiðasta, bæði tónlistarlega og tæknilega, sem skrifað hefur verið fyrir orgel. Síðasta verk fyrir hlé er Prelúdía og fúga um nafnið Alain eftir Maurice Duruflé. Hann skrifaði verkið til minningar um landa hans, franska tónskáldið Jehan Alain sem lést árið 1940 aðeins 29 ára gamall. Eftir hlé leikur Ji-Youn Sónötu í c-moll um 94. Davíðssálm eftir Julius Reubke. Ásamt þessari sónötu náði Reubke einungis að skrifa aðra sónötu fyrir píanó áður en heilsuleysi dró hann til dauða árið 1858, aðeins 24 ára gamall. Hann var við nám í Weimar hjá Franz Liszt þegar hann skrifaði þær og hann náði að frumflytja Orgelsónötuna sjálfur í júní 1857 í dómkirkjunni í Merseburg. Ji-Youn Han fæddist í Seoul í Kóreu. Sjö ára gömul hóf hún píanónám og einungis þremur árum síðar vann hún önnur verðlaun í Píanókeppni ungs fólks í Kóreu. Árið 1993 hóf hún nám við Sung-Kyul Anyang Kristna háskóla þar eð hún vildi helga sig orgelleik. 1997 lauk hún BA-prófi. Hún lauk einleikaraprófi hjá Zsigmond Szathmáry við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi 2003 og er núna í framhaldsnámi við sama skóla. Frá 2003 til 2005 hefur hún lika stundað nám hjá Christope Mantoux við tónlistarháskólann í Strassborg auk þess að taka þátt í masternámskeiðum þekktra orgelleikara, m.a. hjá Jean Boyer, Olivier Latry and Ludger Lohmann. Ji-Youn Han er mjög virk sem orgelleikari, bæði sem einleikari og með tónlistarhópum. Hún er organisti við mótmælendakirkjuna í Denzlingen, í útjaðri Freiburg og frá því á síðasta ári hefur hún verið aðstoðarkennari Helmut Deutsch við Tónlistarháskólann í Freiburg. Lífið Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Ji-Youn Han er fyrsti Asíubúinn sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á vegum Alþjóðlegs orgelsumars. Hún leikur á tvennum tónleikum um helgina, kl. 12 laugardaginn 15. júlí og kl. 20. sunnudaginn 16. júlí. Ji-Youn er frá Suður-Kóreu en hefur undanfarið verið við nám í Freiburg í Þýskalandi. Hún lauk einleikaraprófi árið 2003 og er núna í framhaldsnámi þar. Þá vann hún fyrstu verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu orgelkeppni í Nürnberg árið 2004. Á efnisskrá hádegistónleikanna á laugardaginn 1eikur Ji-Youn Han fyrst Fantasíu í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart en verk hans eru áberandi á tónleikum sumarsins í tilefni af Mozart-árinu, þar er núna eru 250 ár síðan hann fæddist. Síðara verk hádegistónleikanna er Prelúdía og fúga í c-moll op. 37 eftir Felix Mendelssohn. Fyrir hlé á aðaltónleikum helgarinnar, sunnudaginn 16. júlí kl. 20, leikur Ji-Youn Han fyrst Konsert í a-moll sem J.S. Bach umritaði eftir konserti Vivaldis fyrir tvær fiðlur. Þetta er einn fallegasti konsertinn sem Bach umritaði. Annað verkið er Fantasía í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart og eru trillur og flókin fótspilshlaup verksins, upphaflega skrifað fyrir lírukassa, meðal þess erfiðasta, bæði tónlistarlega og tæknilega, sem skrifað hefur verið fyrir orgel. Síðasta verk fyrir hlé er Prelúdía og fúga um nafnið Alain eftir Maurice Duruflé. Hann skrifaði verkið til minningar um landa hans, franska tónskáldið Jehan Alain sem lést árið 1940 aðeins 29 ára gamall. Eftir hlé leikur Ji-Youn Sónötu í c-moll um 94. Davíðssálm eftir Julius Reubke. Ásamt þessari sónötu náði Reubke einungis að skrifa aðra sónötu fyrir píanó áður en heilsuleysi dró hann til dauða árið 1858, aðeins 24 ára gamall. Hann var við nám í Weimar hjá Franz Liszt þegar hann skrifaði þær og hann náði að frumflytja Orgelsónötuna sjálfur í júní 1857 í dómkirkjunni í Merseburg. Ji-Youn Han fæddist í Seoul í Kóreu. Sjö ára gömul hóf hún píanónám og einungis þremur árum síðar vann hún önnur verðlaun í Píanókeppni ungs fólks í Kóreu. Árið 1993 hóf hún nám við Sung-Kyul Anyang Kristna háskóla þar eð hún vildi helga sig orgelleik. 1997 lauk hún BA-prófi. Hún lauk einleikaraprófi hjá Zsigmond Szathmáry við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi 2003 og er núna í framhaldsnámi við sama skóla. Frá 2003 til 2005 hefur hún lika stundað nám hjá Christope Mantoux við tónlistarháskólann í Strassborg auk þess að taka þátt í masternámskeiðum þekktra orgelleikara, m.a. hjá Jean Boyer, Olivier Latry and Ludger Lohmann. Ji-Youn Han er mjög virk sem orgelleikari, bæði sem einleikari og með tónlistarhópum. Hún er organisti við mótmælendakirkjuna í Denzlingen, í útjaðri Freiburg og frá því á síðasta ári hefur hún verið aðstoðarkennari Helmut Deutsch við Tónlistarháskólann í Freiburg.
Lífið Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira