Lífið

Breiðholts­skóli og Haga­skóli á­fram í úr­slit í Skrekk

Atli Ísleifsson skrifar
Skrekkur mun fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 3., 4. og 5. nóvember 2025 og úrslit verða 10. nóvember.
Skrekkur mun fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 3., 4. og 5. nóvember 2025 og úrslit verða 10. nóvember. Anton Bjarni

Breiðholtsskóli og Hagaskóli komust í gærkvöldi áfram í úrslit í Skrekk . Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2025 fór þá fram í Borgarleikhúsinu.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að átta grunnskólar hafi tekið þátt en það voru Austurbæjarskóli, Álftamýrarskóli, Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Hólabrekkuskóli, Ingunnarskóli, Seljaskóli og Sæmundarskóli.

Anton Bjarni

„Í úrslit komust Breiðholtsskóli með atriðið Lygaríkið sem fjallar um glímuna við að festast í tölvuleik og Hagaskóli með atriðið Syngið nú með okkur sem fjallar um hvernig áróður og falsfréttir geta haft áhrif á unglinga og ungmenni. 230 ungmenni í Reykjavík tóku þátt í atriðunum,“ segir í tilkynningunni.

Í heildina er 742 þátttakendur í Skrekk í ár.

Skrekkur fer fram í Borgarleikhúsinu dagana 3., 4. og 5. nóvember 2025 og úrslit verða 10. nóvember.

Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.