Líf, leikur og list 21. júlí 2006 15:00 Frá miðaldarmarkaðnum í fyrra. MYNS/ Hörður Geirsson Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond). Lífið Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond).
Lífið Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira