Ísraelar grunaðir um græsku 26. júlí 2006 19:00 Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.Friðargæsluliðarnir fjórir sem féllu í árásinni voru frá Kína, Kanada, Austurríki og Finnlandi. Svo virðist sem Ísraelsher hafi látið sprengjum rigna á bækistöð þeirra við bæinn Khima sem er rétt fyrir innan líbönsku landamærin og ein þeirra verið svo öflug að hún nánast flatti stöðina út. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var að vonum æfur þegar hann frétti af árásinni og krafðist þess að tafarlaus rannsókn færi fram. Í dag skýrði Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands, frá því að Ísraelum hefði margsinnis verið bent á hættuna sem þeir settu friðargæsluliðana í með árásum sínum en þær viðvaranir hefðu verið hafðar að engu. Enda þótt ísraelsk stjórnvöld hafi beðist afsökunar gat hann ekki varist að draga sínar ályktanir, annað hvort væri um ótrúlegt slys að ræða eða beina árás.Það sem friðargæsluliðarnir máttu ganga í gegnum í gær er í raun það sama og þúsundir líbanskra borgara hafa þurft að búa við dag eftir dag undanfarinn hálfan mánuð. Ekkert lát er á árásum Ísraela á Líbanon og í gærkvöld hét Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, að þeim yrði svarað áfram af fullum krafti. Á fimmta hundrað manns hafa látist af völdum átakanna og allt að 750.000 flúið heimili sín. Og Ísraelsher fer ekki einungis mikinn í Líbanon þessa dagana. 16 Palestínumenn létu lífið eftir stórhertar hernaðaraðgerðir á Gazaströndinni í dag, þar á meðal þriggja ára stúlka og fatlaður maður. Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira
Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.Friðargæsluliðarnir fjórir sem féllu í árásinni voru frá Kína, Kanada, Austurríki og Finnlandi. Svo virðist sem Ísraelsher hafi látið sprengjum rigna á bækistöð þeirra við bæinn Khima sem er rétt fyrir innan líbönsku landamærin og ein þeirra verið svo öflug að hún nánast flatti stöðina út. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var að vonum æfur þegar hann frétti af árásinni og krafðist þess að tafarlaus rannsókn færi fram. Í dag skýrði Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands, frá því að Ísraelum hefði margsinnis verið bent á hættuna sem þeir settu friðargæsluliðana í með árásum sínum en þær viðvaranir hefðu verið hafðar að engu. Enda þótt ísraelsk stjórnvöld hafi beðist afsökunar gat hann ekki varist að draga sínar ályktanir, annað hvort væri um ótrúlegt slys að ræða eða beina árás.Það sem friðargæsluliðarnir máttu ganga í gegnum í gær er í raun það sama og þúsundir líbanskra borgara hafa þurft að búa við dag eftir dag undanfarinn hálfan mánuð. Ekkert lát er á árásum Ísraela á Líbanon og í gærkvöld hét Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, að þeim yrði svarað áfram af fullum krafti. Á fimmta hundrað manns hafa látist af völdum átakanna og allt að 750.000 flúið heimili sín. Og Ísraelsher fer ekki einungis mikinn í Líbanon þessa dagana. 16 Palestínumenn létu lífið eftir stórhertar hernaðaraðgerðir á Gazaströndinni í dag, þar á meðal þriggja ára stúlka og fatlaður maður.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira