Sex hundruð látnir í Líbanon 27. júlí 2006 19:05 Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna. Fréttir Innlent Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira