Vopnahlé óþarft 29. júlí 2006 19:01 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili. Erlent Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili.
Erlent Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira