Tónleikar á Gljúfrasteini um helgina 2. ágúst 2006 14:00 Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og Kristjana Helgadóttir flautuleikari spila á Gljúfrasteini um helgina. Þeir sem sitja af sér útihátíðir eða önnur ferðalög um verslunarmannahelgina þurfa ekki að láta sér leiðast. Það er tilvalið að bregða sér spölkorn út fyrir bæjarmörkin og heimsækja safnið á Gljúfrasteini sem er opið alla helgina frá 9-17. Sé veður gott er einnig tilvalið að skoða nánasta umhverfi Gljúfrasteins eða halda áfram á Þingvelli. Á sunnudaginn heldur svo stofutónleikaröð Gljúfrasteins áfram þar sem Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og Kristjana Helgadóttir flautuleikari spila. Sem fyrr hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og aðgangseyrir er aðeins 500 krónur. Efnisskrá þeirra Gunnhildar og Kristjönu er fjölbreytt en þar getur að líta verk eftir J.S. Bach og samtímatónskáldin Jean Francaix og Toru Takemitsu. Þær stöllur hófu samstarf sitt þegar þær stunduðu báðar nám í Tónlistarháskólanum í Amsterdam. Þær hafa stundað nám og störf á tónlistarsviðinu víða um heim og leika í ýmsum tónlistarhópum sem starfa bæði hér á landi og erlendis. Saman leika þær bæði í Tríó Artis, sem árlega kemur fram á nýárstónleikum í Mosfellskirkju, og í tónlistahópnum „adapter" sem hefur sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar og hefur frumflutt fjölda tónverka . Gunnhildur Einarsdóttir hóf nám sitt 13 ára undir leiðsögn Elísabetar Waage. Að stúdentsprófi loknu lærði hún við Conservatoire Superieur de Region de Paris í einn vetur. Hún var einnig í einkatímum hjá Sioned Williams í London áður en hún hóf nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Þaðan lauk hún BA gráðu með láði árið 2002 og mastersgráðu vorið 2004. Í mastersnámi sínu sérhæfði Gunnhildur sig í flutningi samtímatónlistar. Auk þess spilar hún á barokkhörpu og hefur komið fram bæði sem einleikari og continuo leikari á það hljóðfæri. Gunnhildur kemur fram reglulega sem einleikari og leikur einnig í fjölmörgum kammerhópum. Hún er meðlimur í Tríó Artis, skandinavíska tríóinu Norn og Kammersveitinni Ísafold. Árið 2003 stofnaði Gunnhildur ásamt Matthias Engler kammerhópinn „adapter" . „Adapter" sérhæfir sig í flutningi samtímatónlistar og hefur frumflutt fjölda verka og unnið náið með tónskáldum. Gunnhildur hefur komið fram víða um heim, á Íslandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Eistlandi, Tékklandi og í Tævan. Í haust mun Gunnhildur hefja doktorsnám í hörpuleik við Síbelíusarakademíuna í Helsinki. Kristjana Helgadóttir hóf þverflautunámið við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og fór þaðan í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lauk kennaraprófi 1994 og burtfararprófi 1995. Að því loknu hóf hún nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam hjá Abbie de Quant þar sem hún lauk mastersnámi 1998 og ári síðar námi í samtímatónlist hjá Harrie Starreveld. Kristjana er í tónlistarhópunum Tríó Artis sem árlega kemur fram á nýárstónleikum í Mosfellskirkju og „adapter" þar sem eingöngu er flutt samtímatónlist. Kristjana er kennari og deildarstjóri við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og hefur verið lausráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikur í hljómsveit Íslensku Óperunnar. Í byrjun árs 2005 stofnaði Kristjana ásamt fleirum Tónlistarfélag Mosfellsbæjar. Lífið Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira
Þeir sem sitja af sér útihátíðir eða önnur ferðalög um verslunarmannahelgina þurfa ekki að láta sér leiðast. Það er tilvalið að bregða sér spölkorn út fyrir bæjarmörkin og heimsækja safnið á Gljúfrasteini sem er opið alla helgina frá 9-17. Sé veður gott er einnig tilvalið að skoða nánasta umhverfi Gljúfrasteins eða halda áfram á Þingvelli. Á sunnudaginn heldur svo stofutónleikaröð Gljúfrasteins áfram þar sem Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og Kristjana Helgadóttir flautuleikari spila. Sem fyrr hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og aðgangseyrir er aðeins 500 krónur. Efnisskrá þeirra Gunnhildar og Kristjönu er fjölbreytt en þar getur að líta verk eftir J.S. Bach og samtímatónskáldin Jean Francaix og Toru Takemitsu. Þær stöllur hófu samstarf sitt þegar þær stunduðu báðar nám í Tónlistarháskólanum í Amsterdam. Þær hafa stundað nám og störf á tónlistarsviðinu víða um heim og leika í ýmsum tónlistarhópum sem starfa bæði hér á landi og erlendis. Saman leika þær bæði í Tríó Artis, sem árlega kemur fram á nýárstónleikum í Mosfellskirkju, og í tónlistahópnum „adapter" sem hefur sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar og hefur frumflutt fjölda tónverka . Gunnhildur Einarsdóttir hóf nám sitt 13 ára undir leiðsögn Elísabetar Waage. Að stúdentsprófi loknu lærði hún við Conservatoire Superieur de Region de Paris í einn vetur. Hún var einnig í einkatímum hjá Sioned Williams í London áður en hún hóf nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Þaðan lauk hún BA gráðu með láði árið 2002 og mastersgráðu vorið 2004. Í mastersnámi sínu sérhæfði Gunnhildur sig í flutningi samtímatónlistar. Auk þess spilar hún á barokkhörpu og hefur komið fram bæði sem einleikari og continuo leikari á það hljóðfæri. Gunnhildur kemur fram reglulega sem einleikari og leikur einnig í fjölmörgum kammerhópum. Hún er meðlimur í Tríó Artis, skandinavíska tríóinu Norn og Kammersveitinni Ísafold. Árið 2003 stofnaði Gunnhildur ásamt Matthias Engler kammerhópinn „adapter" . „Adapter" sérhæfir sig í flutningi samtímatónlistar og hefur frumflutt fjölda verka og unnið náið með tónskáldum. Gunnhildur hefur komið fram víða um heim, á Íslandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Eistlandi, Tékklandi og í Tævan. Í haust mun Gunnhildur hefja doktorsnám í hörpuleik við Síbelíusarakademíuna í Helsinki. Kristjana Helgadóttir hóf þverflautunámið við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og fór þaðan í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lauk kennaraprófi 1994 og burtfararprófi 1995. Að því loknu hóf hún nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam hjá Abbie de Quant þar sem hún lauk mastersnámi 1998 og ári síðar námi í samtímatónlist hjá Harrie Starreveld. Kristjana er í tónlistarhópunum Tríó Artis sem árlega kemur fram á nýárstónleikum í Mosfellskirkju og „adapter" þar sem eingöngu er flutt samtímatónlist. Kristjana er kennari og deildarstjóri við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og hefur verið lausráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikur í hljómsveit Íslensku Óperunnar. Í byrjun árs 2005 stofnaði Kristjana ásamt fleirum Tónlistarfélag Mosfellsbæjar.
Lífið Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira