Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra 3. ágúst 2006 18:00 Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins. Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. - 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug. „Jón Snorri er mjög næmur, eftirtektarsamur og vandaður ungur maður," segir Karl Lúðvíksson sumarbúðastjóri. „Með því að skynja strax hættuna og tilkynna án tafar hefur hann mjög líklega bjargað lífi félaga síns sem lá meðvitundarlaus á sundlaugarbotni. Við erum öll mjög stolt af þessum gæfusama og góða vini okkar." Jón Snorri var þrítugur í gær. Í tilefni dagsins og björgunarinnar fékk hann heimsókn frá Rauða krossinum þar sem fjölskylda og vinir voru að fagna afmælinu með honum. Jón Snorri hefur í nokkur ár sótt Sumarbúðirnar á Löngumýri. Tómas Gunnarsson faðir Jóns Snorra er ákaflega ánægður með starfið sem þar fer fram. „Sérstök ástæða er til að þakka starf Sumarbúða Rauða krossins að Löngumýri. Þar er grunnþörfum þátttakenda vel mætt og margt annað boðið, svo sem gönguferðir, golf, veiðiferð, flúðasigling og reiðtúrar, svo og sögur, söngur og dans á kvöldvökum. Slysavarnir og hjálp í viðlögum hafa ekki gleymst. Hér hefur vel og djarflega verið að verki staðið hjá sumarbúðastjóranum Karli Lúðvíkssyni og hans fólki og þeim sem að baki þeim standa," sagði Tómas. Lífið Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. - 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug. „Jón Snorri er mjög næmur, eftirtektarsamur og vandaður ungur maður," segir Karl Lúðvíksson sumarbúðastjóri. „Með því að skynja strax hættuna og tilkynna án tafar hefur hann mjög líklega bjargað lífi félaga síns sem lá meðvitundarlaus á sundlaugarbotni. Við erum öll mjög stolt af þessum gæfusama og góða vini okkar." Jón Snorri var þrítugur í gær. Í tilefni dagsins og björgunarinnar fékk hann heimsókn frá Rauða krossinum þar sem fjölskylda og vinir voru að fagna afmælinu með honum. Jón Snorri hefur í nokkur ár sótt Sumarbúðirnar á Löngumýri. Tómas Gunnarsson faðir Jóns Snorra er ákaflega ánægður með starfið sem þar fer fram. „Sérstök ástæða er til að þakka starf Sumarbúða Rauða krossins að Löngumýri. Þar er grunnþörfum þátttakenda vel mætt og margt annað boðið, svo sem gönguferðir, golf, veiðiferð, flúðasigling og reiðtúrar, svo og sögur, söngur og dans á kvöldvökum. Slysavarnir og hjálp í viðlögum hafa ekki gleymst. Hér hefur vel og djarflega verið að verki staðið hjá sumarbúðastjóranum Karli Lúðvíkssyni og hans fólki og þeim sem að baki þeim standa," sagði Tómas.
Lífið Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira