Eyþór Ingi í Hallgrímskirkju 10. ágúst 2006 17:45 Eyþór Ingi Jónsson er annar organisti Akureyrarkirkju sem kemur fram á báðum tónleikunum. Hann er einn þeirra ungu efnilegu íslensku organista sem eru að ljúka framhaldsnámi erlendis og koma heim. Tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar býður upp á 26 tónleika í Hallgrímskirkju í sumar og síðustu tveir þeirra verða núna um helgina, laugardaginn 12. ágúst kl. 12 og sunnudaginn 13. ágúst kl. 20. Það er Eyþór Ingi Jónsson, annar organisti Akureyrarkirkju sem kemur fram á báðum tónleikunum. Hann er einn þeirra ungu efnilegu íslensku organista sem eru að ljúka framhaldsnámi erlendis og koma heim. Á hádegistónleikunum 12. ágúst kl. 12, leikur Eyþór tónlist frá endurreisnar- og barroktímabilunum. Fyrst eru það tvær Passacaglíur, sú fyrri eftir Georg Muffat og sú síðari eftir Buxtehude. Passacaglía er tónlistarform þar sem höfundurinn leikur sér með stutt stef í ¾ takti, það er endurtekið með röð tilbrigða. Síðasta verkið er Svíta með dönsum frá 15. og 16. öld sem Eyþór hefur sett saman með verkum ýmissa höfunda, sumra þekktra og annarra óþekktara. Á kvöldtónleikunum, 13. ágúst kl. 20, byggir Eyþór efnisskrá sína inn í upphafs- og lokakafla orgelmessu J. S. Bachs, sem einnig er þekkt sem Prelúdía og fúga í Es-dúr. Hann byrjar á Prelúdíunni, síðan kemur Svíta við annað tónlag eftir samtímamann Bachs, Louis-Nicolas Clérambault. Svítan er í sjö þáttum. Eftir Georg Muffat leikur Eyþór síðan Toccata septima og fyrri hlutanum lýkur með Cathédrales, eitt 24 verka úr fjórum Fantasíussöfnum Louis Vierne, hins blinda organista Frúarkirkjunnar, sem hann skrifaði á árunum 1926-7. Síðari hluti efniskrárinnar hefst með Kóral nr. 2 eftir César Franck, einn þriggja kórala sem hann skrifaði árið sem hann lést 1890 og tónleikarnir eru síðan rammaðir inn af hinni fimm radda Fúgu, lokakafla Orgelmessu Johanns Sebastian Bachs. Eyþór Ingi Jónsson er fæddur og uppalinn í Dalasýslu þar sem hann hóf tónlistarmenntun sína sex ára gamall. Hann nam síðar orgelleik hjá Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskólann á Akranesi. Síðan lærði hann orgelleik, kórstjórn og hliðargreinar við Tónskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Harðar Áskelssonar, Smára Ólasonar o.fl. Eyþór lauk kantorsprófi frá skólanum vorið 1998. Hann nam síðan kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og er nú við nám í konsertorganistadeild í sama skóla. Orgelkennarar hans eru prófessor Hans-Ola Ericsson og Gary Verkade. Hann hefur einnig sótt námskeið hjá fjölda þekktra kennara eins og Harald Vogel, Wolfgang Zerer, Jon Laukvik, Mathias Wager, Olivier Latry o.fl. Eyþór hefur kennt við tónlistarskólana á Akranesi, Dalasýslu og Akureyri ásamt því að spila í kirkjum og með kórum víða um land. Hann hefur haldið fjölda tónleika hérlendis, í Svíþjóð, Danmörku og í Noregi. Hann hefur stjórnað mörgum kórum bæði hérlendis og erlendis. Veturinn 1998-99 starfaði hann sem organisti í Akureyrarkirkju í leyfi Björns Steinars Sólbergssonar og árið 2002 starfaði hann sem kantor og orgelkennari í Skellefteå Lands Kyrka í Svíþjóð. Hann starfar nú sem kórstjóri og orgelleikari við Akureyrarkirkju samhliða námi. Einnig er hann stjórnandi sönghópsins Hymnodia. Eyþór hefur einbeitt sér að flutningi tónlistar frá 17. öld, bæði fyrir orgel og kór. Eyþór hefur hlotið styrki úr Pokasjóði, Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar, Menningarmálanefnd Dalasýslu, Menningarsjóði KEA, Boströmsfonden og frá Luleå stifti. Lífið Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Sjá meira
Tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar býður upp á 26 tónleika í Hallgrímskirkju í sumar og síðustu tveir þeirra verða núna um helgina, laugardaginn 12. ágúst kl. 12 og sunnudaginn 13. ágúst kl. 20. Það er Eyþór Ingi Jónsson, annar organisti Akureyrarkirkju sem kemur fram á báðum tónleikunum. Hann er einn þeirra ungu efnilegu íslensku organista sem eru að ljúka framhaldsnámi erlendis og koma heim. Á hádegistónleikunum 12. ágúst kl. 12, leikur Eyþór tónlist frá endurreisnar- og barroktímabilunum. Fyrst eru það tvær Passacaglíur, sú fyrri eftir Georg Muffat og sú síðari eftir Buxtehude. Passacaglía er tónlistarform þar sem höfundurinn leikur sér með stutt stef í ¾ takti, það er endurtekið með röð tilbrigða. Síðasta verkið er Svíta með dönsum frá 15. og 16. öld sem Eyþór hefur sett saman með verkum ýmissa höfunda, sumra þekktra og annarra óþekktara. Á kvöldtónleikunum, 13. ágúst kl. 20, byggir Eyþór efnisskrá sína inn í upphafs- og lokakafla orgelmessu J. S. Bachs, sem einnig er þekkt sem Prelúdía og fúga í Es-dúr. Hann byrjar á Prelúdíunni, síðan kemur Svíta við annað tónlag eftir samtímamann Bachs, Louis-Nicolas Clérambault. Svítan er í sjö þáttum. Eftir Georg Muffat leikur Eyþór síðan Toccata septima og fyrri hlutanum lýkur með Cathédrales, eitt 24 verka úr fjórum Fantasíussöfnum Louis Vierne, hins blinda organista Frúarkirkjunnar, sem hann skrifaði á árunum 1926-7. Síðari hluti efniskrárinnar hefst með Kóral nr. 2 eftir César Franck, einn þriggja kórala sem hann skrifaði árið sem hann lést 1890 og tónleikarnir eru síðan rammaðir inn af hinni fimm radda Fúgu, lokakafla Orgelmessu Johanns Sebastian Bachs. Eyþór Ingi Jónsson er fæddur og uppalinn í Dalasýslu þar sem hann hóf tónlistarmenntun sína sex ára gamall. Hann nam síðar orgelleik hjá Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskólann á Akranesi. Síðan lærði hann orgelleik, kórstjórn og hliðargreinar við Tónskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Harðar Áskelssonar, Smára Ólasonar o.fl. Eyþór lauk kantorsprófi frá skólanum vorið 1998. Hann nam síðan kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og er nú við nám í konsertorganistadeild í sama skóla. Orgelkennarar hans eru prófessor Hans-Ola Ericsson og Gary Verkade. Hann hefur einnig sótt námskeið hjá fjölda þekktra kennara eins og Harald Vogel, Wolfgang Zerer, Jon Laukvik, Mathias Wager, Olivier Latry o.fl. Eyþór hefur kennt við tónlistarskólana á Akranesi, Dalasýslu og Akureyri ásamt því að spila í kirkjum og með kórum víða um land. Hann hefur haldið fjölda tónleika hérlendis, í Svíþjóð, Danmörku og í Noregi. Hann hefur stjórnað mörgum kórum bæði hérlendis og erlendis. Veturinn 1998-99 starfaði hann sem organisti í Akureyrarkirkju í leyfi Björns Steinars Sólbergssonar og árið 2002 starfaði hann sem kantor og orgelkennari í Skellefteå Lands Kyrka í Svíþjóð. Hann starfar nú sem kórstjóri og orgelleikari við Akureyrarkirkju samhliða námi. Einnig er hann stjórnandi sönghópsins Hymnodia. Eyþór hefur einbeitt sér að flutningi tónlistar frá 17. öld, bæði fyrir orgel og kór. Eyþór hefur hlotið styrki úr Pokasjóði, Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar, Menningarmálanefnd Dalasýslu, Menningarsjóði KEA, Boströmsfonden og frá Luleå stifti.
Lífið Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Sjá meira