Við getum staðið í hvaða liði sem er 31. ágúst 2006 20:35 Alan Pardew hafði góða ástæðu til að brosa breitt í dag NordicPhotos/GettyImages Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira