Aðeins eitt takmark á Monza 4. september 2006 20:00 Fernando Alonso vill ná í sigur á heimavelli Ferrari NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari. Alonso náði að auka forskot sitt á toppi stigalista ökumanna í Tyrklandskappakstrinum með því að ná öðru sæti, á meðan Michael Schumacher náði þriðja sætinu. Þar var það Felipe Massa hjá Ferrari sem vann sinn fyrsta sigur og hefur ítalska liðið verið á ágætum spretti undanfarið. "Á þessu ári er ég búinn að vinna á Silverstone, í Mónakó og á Spáni, svo auðvitað langar mig mikið að vinna á Monza-brautinni. Það er sögufræg braut og það yrði auðvitað gríðarlega sterkt fyrir okkur að ná að leggja Ferrari á þeirra heimavelli - þó vitanlega verði það mjög erfitt.Það er aðeins eitt atriði sem er okkur efst í huga um þessar mundir og það er að koma í mark á undan Ferrari. Ferrari liðið hefur verið í miklu stuði í undanförnum keppnum og því er nokkuð ljóst að til þess að hafa betur gegn þeim, verðum við einfaldlega að koma fyrstir í mark," sagði heimsmeistarinn ungi. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari. Alonso náði að auka forskot sitt á toppi stigalista ökumanna í Tyrklandskappakstrinum með því að ná öðru sæti, á meðan Michael Schumacher náði þriðja sætinu. Þar var það Felipe Massa hjá Ferrari sem vann sinn fyrsta sigur og hefur ítalska liðið verið á ágætum spretti undanfarið. "Á þessu ári er ég búinn að vinna á Silverstone, í Mónakó og á Spáni, svo auðvitað langar mig mikið að vinna á Monza-brautinni. Það er sögufræg braut og það yrði auðvitað gríðarlega sterkt fyrir okkur að ná að leggja Ferrari á þeirra heimavelli - þó vitanlega verði það mjög erfitt.Það er aðeins eitt atriði sem er okkur efst í huga um þessar mundir og það er að koma í mark á undan Ferrari. Ferrari liðið hefur verið í miklu stuði í undanförnum keppnum og því er nokkuð ljóst að til þess að hafa betur gegn þeim, verðum við einfaldlega að koma fyrstir í mark," sagði heimsmeistarinn ungi.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira