Rooney verður betri en George Best 21. september 2006 20:33 Wayne Rooney NordicPhotos/GettyImages Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United. Ferdinand greinir í bók sinni frá dögum sínum með Rooney hjá Manchester United og enska landsliðinu - og segir að félagar hans kalli hann alltaf "Wazza" á æfingum. Ferdinand segir Rooney vera feiminn og hlédrægan dreng utan vallar, en segir hann hafa ótakmarkað sjálfstraust inni á vellinum. "Wazza er eins og lítill drengur þegar hann gengur inn á völlinn, það hlakkar í honum í hvert sinn - en hann hefur hugarfar þroskaðs atvinnumanns. Hann sagði mér einu sinni að hann ætlaði að verða besti leikmaður í sögu Manchester United, betri en Bryan Robson, Eric Cantona og George Best - og hann var ekkert að grínast. Honum var full alvara með þessu. Hann sagði mér það einu sinni þegar við gengum til búningsherbergja eftir æfingu. Það er ekkert smámál að ætla sér að verða besti leikmaður United frá upphafi, en þegar hann segir svona lagað - þá trúi ég honum. Þetta er ekki hroki, hann hefur bara svona óbilandi trú á sjálfum sér. Allir sjá hvað hann gerir á vellinum. Hann getur allt. Hann er með góðar sendingar og klárar færin sín vel og svo er hann óeigingjarn líka. Ég man þegar ég sá hann fyrst á landsliðsæfingu, en þá trúðu menn því ekki hvað hann var góður. Á einni æfingunni rakti hann boltann frá eigin vallarhelmingi og sólaði hvern manninn á fætur öðrum áður en hann vippaði boltanum yfir Paul Robinson og skoraði. Ég stóð bara í vörninni hinumegin og hló - drengurinn var fáránlega góður," segir Ferdinand í bók sinni. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United. Ferdinand greinir í bók sinni frá dögum sínum með Rooney hjá Manchester United og enska landsliðinu - og segir að félagar hans kalli hann alltaf "Wazza" á æfingum. Ferdinand segir Rooney vera feiminn og hlédrægan dreng utan vallar, en segir hann hafa ótakmarkað sjálfstraust inni á vellinum. "Wazza er eins og lítill drengur þegar hann gengur inn á völlinn, það hlakkar í honum í hvert sinn - en hann hefur hugarfar þroskaðs atvinnumanns. Hann sagði mér einu sinni að hann ætlaði að verða besti leikmaður í sögu Manchester United, betri en Bryan Robson, Eric Cantona og George Best - og hann var ekkert að grínast. Honum var full alvara með þessu. Hann sagði mér það einu sinni þegar við gengum til búningsherbergja eftir æfingu. Það er ekkert smámál að ætla sér að verða besti leikmaður United frá upphafi, en þegar hann segir svona lagað - þá trúi ég honum. Þetta er ekki hroki, hann hefur bara svona óbilandi trú á sjálfum sér. Allir sjá hvað hann gerir á vellinum. Hann getur allt. Hann er með góðar sendingar og klárar færin sín vel og svo er hann óeigingjarn líka. Ég man þegar ég sá hann fyrst á landsliðsæfingu, en þá trúðu menn því ekki hvað hann var góður. Á einni æfingunni rakti hann boltann frá eigin vallarhelmingi og sólaði hvern manninn á fætur öðrum áður en hann vippaði boltanum yfir Paul Robinson og skoraði. Ég stóð bara í vörninni hinumegin og hló - drengurinn var fáránlega góður," segir Ferdinand í bók sinni.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira