Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt 5. október 2006 12:37 Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið. Nýsköpunarmiðstöð verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun miðstöðvarinnar í vor og olli það töluverðum deilum. Ekki var eining um málið á stjórnarheimilinu og margir þingmenn Sjálfstæðisflokks andvígir því eins og það var lagt fram. Töldu sumir rétt að leggja Byggðastofnun niður en aðrir sögðu hana gegna mikilvægu hlutverki. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að í nýju frumvarpi hafi verið tekið mið af þeim atriðum sem samkomulag hafi orðið um í iðnaðarnefnd síðastliðið vor. Einnig hafi verið reynt að svara gagnrýni þingmanna á landsbyggðinni. Helsta breytingin sé stofnun nýs Byggðasjóðs sem heyri undir iðnaðarráðherra en hafi eigin framkvæmdastjóra. Hlutverk sjóðsins verði svipað hlutverki Byggðastofnunar en hann eigi að efla samkeppnishæfni atvinnulífs og bregðast við sérstökum áföllum á þeim landsvæðum sem heimildir sjóðsins takmarkist við. Jón segir að eftir sem áður sé gert ráð fyrir að meginhlutverk Byggðasjóðs verði að veita ábyrgðir á lán. Það verði að bregðast við því að staðan á íslenskum bankamarkaði sé gjörbreytt og ekki nema eðlilegt að taka tillit til þess. Ekki sé þó gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti lán en hann hafi heimild til að hafa forgöngu um samninga við lánastofnanir og geti lagt fram ábyrgðir til að um fjárhagslega aðstoð geti verið að ræða. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið. Nýsköpunarmiðstöð verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun miðstöðvarinnar í vor og olli það töluverðum deilum. Ekki var eining um málið á stjórnarheimilinu og margir þingmenn Sjálfstæðisflokks andvígir því eins og það var lagt fram. Töldu sumir rétt að leggja Byggðastofnun niður en aðrir sögðu hana gegna mikilvægu hlutverki. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að í nýju frumvarpi hafi verið tekið mið af þeim atriðum sem samkomulag hafi orðið um í iðnaðarnefnd síðastliðið vor. Einnig hafi verið reynt að svara gagnrýni þingmanna á landsbyggðinni. Helsta breytingin sé stofnun nýs Byggðasjóðs sem heyri undir iðnaðarráðherra en hafi eigin framkvæmdastjóra. Hlutverk sjóðsins verði svipað hlutverki Byggðastofnunar en hann eigi að efla samkeppnishæfni atvinnulífs og bregðast við sérstökum áföllum á þeim landsvæðum sem heimildir sjóðsins takmarkist við. Jón segir að eftir sem áður sé gert ráð fyrir að meginhlutverk Byggðasjóðs verði að veita ábyrgðir á lán. Það verði að bregðast við því að staðan á íslenskum bankamarkaði sé gjörbreytt og ekki nema eðlilegt að taka tillit til þess. Ekki sé þó gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti lán en hann hafi heimild til að hafa forgöngu um samninga við lánastofnanir og geti lagt fram ábyrgðir til að um fjárhagslega aðstoð geti verið að ræða.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira