Sprengi fyrr en síðar 6. október 2006 19:00 MYND/AP Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Helst beinast augu manna að gamalli námu, sem mikil umferð hefur verið við. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu um það á þriðjudaginn, að kjarnorkusprengingar væri að vænta innan skamms. Ef Kóreumenn láta verða af því að sprengja, mun það gjörbreyta stöðunni í þessum heimshluta og það má búast við miklu uppnámi. Nágrannaríki eins og Japan og Suður-Kórea hafa lýst því yfir að það sé óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt af Norður-Kóreu að sprengja kjarnorkusprengju. Vesturlönd eru á sama máli og hafa varað Kóreumenn alvarlega við að gera alvöru úr hótun sinni. Bill Clinton, var á sínum tíma kominn á fremsta hlunn með að fyrirskipa loftárásir á Norður-Kóreu til þess að eyðileggja kjarnorkuver þeirra. Alls er óljóst hverjar afleiðingarnar yrðu af sprengingu, í dag, en nokkuð víst að þær yrðu alvarlegar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir veikleika alþjóðasamfélagsins afhjúpast ef af kjarnorkutilraununum verði. Þær muni breyta ásýnd heimsmála eins og hún þekkist í dag. Þess yrði þá ekki langt að bíða að önnur lönd kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Bandarísk herflugvél búin sérstökum geislunar-mælibúnaði er í Japan vegna hættunnar. Hún er staðsett í Bandarísku herstöðinni í Okinawa og fór í eftirlitsflug í gær. Kim Il-Jong leiðtogi Norður Kóreu fundaði með yfirmenn hersins og hvatti þá til að auka varnir landsins. En Kim hefur sagt að ástæða tilraunarinnar sé yfirvofandi hætta á kjarnorkuárás frá Bandaríkjamönnum. Ráðamenn í Washington hafa sagt það fyrirslátt. Engin hætta sé á árás. En kjarnorkudeilur heimsins eru fleiri. Íranar hafa enn ekki viljað setjast aftur að samningaborðinu til að reyna að leysa deilu sína við vesturveldin. Helstu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands komu saman í Lundúnum í dag til að ræða næstu skref. Kínverjar og Rússar segjast andvígir refsiaðgerðum. Ætla má að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verði um mögulegar refsiaðgerðir á fundi í næstu viku. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnvöld í Pyongyang eru hvött til að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með kjarnorkusprengjur. Varað er við óskilgreindum aðgerðum verði tilraunir gerðar. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Helst beinast augu manna að gamalli námu, sem mikil umferð hefur verið við. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu um það á þriðjudaginn, að kjarnorkusprengingar væri að vænta innan skamms. Ef Kóreumenn láta verða af því að sprengja, mun það gjörbreyta stöðunni í þessum heimshluta og það má búast við miklu uppnámi. Nágrannaríki eins og Japan og Suður-Kórea hafa lýst því yfir að það sé óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt af Norður-Kóreu að sprengja kjarnorkusprengju. Vesturlönd eru á sama máli og hafa varað Kóreumenn alvarlega við að gera alvöru úr hótun sinni. Bill Clinton, var á sínum tíma kominn á fremsta hlunn með að fyrirskipa loftárásir á Norður-Kóreu til þess að eyðileggja kjarnorkuver þeirra. Alls er óljóst hverjar afleiðingarnar yrðu af sprengingu, í dag, en nokkuð víst að þær yrðu alvarlegar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir veikleika alþjóðasamfélagsins afhjúpast ef af kjarnorkutilraununum verði. Þær muni breyta ásýnd heimsmála eins og hún þekkist í dag. Þess yrði þá ekki langt að bíða að önnur lönd kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Bandarísk herflugvél búin sérstökum geislunar-mælibúnaði er í Japan vegna hættunnar. Hún er staðsett í Bandarísku herstöðinni í Okinawa og fór í eftirlitsflug í gær. Kim Il-Jong leiðtogi Norður Kóreu fundaði með yfirmenn hersins og hvatti þá til að auka varnir landsins. En Kim hefur sagt að ástæða tilraunarinnar sé yfirvofandi hætta á kjarnorkuárás frá Bandaríkjamönnum. Ráðamenn í Washington hafa sagt það fyrirslátt. Engin hætta sé á árás. En kjarnorkudeilur heimsins eru fleiri. Íranar hafa enn ekki viljað setjast aftur að samningaborðinu til að reyna að leysa deilu sína við vesturveldin. Helstu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands komu saman í Lundúnum í dag til að ræða næstu skref. Kínverjar og Rússar segjast andvígir refsiaðgerðum. Ætla má að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verði um mögulegar refsiaðgerðir á fundi í næstu viku. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnvöld í Pyongyang eru hvött til að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með kjarnorkusprengjur. Varað er við óskilgreindum aðgerðum verði tilraunir gerðar.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira