Stuðningurinn metinn á 40 milljónir 7. október 2006 17:57 Hörður Óskarsson frá Ísfélaginu, Jóhann Pétursson formaður ÍBV og Sigurgeir B. Kristgeirsson frá Vinnslustöðinni innsigla samkomulagið með fjöldahandabandi. MYND/Vísir Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. Mikilvægur þáttur stuðningsins eru tveir 17 sæta Ford Transit bíla sem Vinnslustöðin og Ísfélagið hafa þegar keypt og afhent ÍBV íþróttafélagi til afnota. Þeir koma í stað bíla sömu tegundar sem ÍBV íþróttafélag hafði á rekstrarleigu frá árinu 2003 með stuðningi fyrirtækjanna tveggja. Bílarnir eru aðallega notaðir til að keppnisferða á fastalandinu og notkun þeirra hefur orðið til að minnka stórlega ferðakostnað sem greiddur er úr sjóðum ÍBV íþróttafélags. Enn meiri fjármunir sparast við að ÍBV íþróttafélag hefur nú eignast bílana. Í samstarfssamningunum er ennfremur kveðið á um beina fjárstyrki til ÍBV íþróttafélags og til knattspyrnudeilda, handknattleiksdeilda og unglingaráða beggja deilda. ÍBV íþróttafélag kynnir í staðinn þessa stuðningsaðila sína á kappleikjum og við önnur tækifæri, í auglýsingum blaða á sínum vegum og með merkingum á nýju bílunum. Sjálfur boðskapur nýju samninganna skiptir samt mestu máli þegar upp er staðið, þ.e. sá sameiginlegi ásetningur Ísfélagsins, Vinnslustöðvarinnar og ÍBV íþróttafélags að stuðla að áframhaldandi blómlegu starfi knattspyrnu- og handknattleiksdeildanna í Eyjum og gefa ekkert eftir þó á móti kunni að blása á stundum. Forráðamenn fyrirtækjanna tveggja lögðu mikla áherslu á að barna- og unglingastarf nyti góðs af stuðningnum sem kveðið er á um í samstarfssamningunum. Jafnframt verði stefnt að því að meistaraflokkar karla og kvenna, bæði í knattspyrnu og handknattleik leiki ávallt í efstu deildum og með þeim bestu. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira
Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. Mikilvægur þáttur stuðningsins eru tveir 17 sæta Ford Transit bíla sem Vinnslustöðin og Ísfélagið hafa þegar keypt og afhent ÍBV íþróttafélagi til afnota. Þeir koma í stað bíla sömu tegundar sem ÍBV íþróttafélag hafði á rekstrarleigu frá árinu 2003 með stuðningi fyrirtækjanna tveggja. Bílarnir eru aðallega notaðir til að keppnisferða á fastalandinu og notkun þeirra hefur orðið til að minnka stórlega ferðakostnað sem greiddur er úr sjóðum ÍBV íþróttafélags. Enn meiri fjármunir sparast við að ÍBV íþróttafélag hefur nú eignast bílana. Í samstarfssamningunum er ennfremur kveðið á um beina fjárstyrki til ÍBV íþróttafélags og til knattspyrnudeilda, handknattleiksdeilda og unglingaráða beggja deilda. ÍBV íþróttafélag kynnir í staðinn þessa stuðningsaðila sína á kappleikjum og við önnur tækifæri, í auglýsingum blaða á sínum vegum og með merkingum á nýju bílunum. Sjálfur boðskapur nýju samninganna skiptir samt mestu máli þegar upp er staðið, þ.e. sá sameiginlegi ásetningur Ísfélagsins, Vinnslustöðvarinnar og ÍBV íþróttafélags að stuðla að áframhaldandi blómlegu starfi knattspyrnu- og handknattleiksdeildanna í Eyjum og gefa ekkert eftir þó á móti kunni að blása á stundum. Forráðamenn fyrirtækjanna tveggja lögðu mikla áherslu á að barna- og unglingastarf nyti góðs af stuðningnum sem kveðið er á um í samstarfssamningunum. Jafnframt verði stefnt að því að meistaraflokkar karla og kvenna, bæði í knattspyrnu og handknattleik leiki ávallt í efstu deildum og með þeim bestu.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira