Tveir deila friðarverðlaunum Nóbels 13. október 2006 09:04 Mohammad Yunus, stofnandi Grameen-bankans. MYND/AP Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Í umsögn nóbelsnefndarinnar segir að Mumhammad Yunus hafi með hugmyndum sínum hjálpað milljónum manna, ekki aðeins í Bangladess heldur öðrum löndum, með lánum til fátækra. Starf hans hafi hafist fyrir þremur áratugum og virst nær ómögulegt en hugmyndir hans og bankans hafi verið teknar upp af öðrum stofnunum víða um heim. Þá segir í úrskurðinum að friður komist ekki á í heiminum fyrr en stórum hóps fólks verði bjargað úr gildru fátæktar og að sérhver manneskja eigi rétt á sómasamlegu lífi. Starf Yunus og bankans hafi reynst mikilvægt í safmfélögum þar sem konur eigi undir högg að sækja og lýðræðis- og efnahagsframfarir geti ekki orðið að fullu nema konur og karlar standi jöfn. Mohammad Yunus er fæddur árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Vanderbilt-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1969 og stofnaði sjö árum seinna Grameen-bankann í Dhaka í Bangladess. Hann hefur veitt fátækum lán sem þeir ættu annars ekki kost á. Yunus hefur auk þess starfað að málefnum fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna í mörg ár.Mohammad Yunus sagði í samtali við norska fjölmiðla í morgun að hann tryði því varla að hann hefði hlotið verðlaunin. „Þetta eru frábær tíðiindi fyrir okkur öll, Grameen-bankann, Bangladess og öll fátæku ríkin og fátæka alls staðar í heiminum," sagði hann.Yunus sagðist hlakka til að heimsækja Osló en þangað kemur hann 10. desember til að taka við Nóbelsverðlaununum. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Í umsögn nóbelsnefndarinnar segir að Mumhammad Yunus hafi með hugmyndum sínum hjálpað milljónum manna, ekki aðeins í Bangladess heldur öðrum löndum, með lánum til fátækra. Starf hans hafi hafist fyrir þremur áratugum og virst nær ómögulegt en hugmyndir hans og bankans hafi verið teknar upp af öðrum stofnunum víða um heim. Þá segir í úrskurðinum að friður komist ekki á í heiminum fyrr en stórum hóps fólks verði bjargað úr gildru fátæktar og að sérhver manneskja eigi rétt á sómasamlegu lífi. Starf Yunus og bankans hafi reynst mikilvægt í safmfélögum þar sem konur eigi undir högg að sækja og lýðræðis- og efnahagsframfarir geti ekki orðið að fullu nema konur og karlar standi jöfn. Mohammad Yunus er fæddur árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Vanderbilt-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1969 og stofnaði sjö árum seinna Grameen-bankann í Dhaka í Bangladess. Hann hefur veitt fátækum lán sem þeir ættu annars ekki kost á. Yunus hefur auk þess starfað að málefnum fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna í mörg ár.Mohammad Yunus sagði í samtali við norska fjölmiðla í morgun að hann tryði því varla að hann hefði hlotið verðlaunin. „Þetta eru frábær tíðiindi fyrir okkur öll, Grameen-bankann, Bangladess og öll fátæku ríkin og fátæka alls staðar í heiminum," sagði hann.Yunus sagðist hlakka til að heimsækja Osló en þangað kemur hann 10. desember til að taka við Nóbelsverðlaununum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira