Alheimskreppa ef ekkert að gert 30. október 2006 19:00 Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála. Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira