Búist við spennandi kosninganótt 7. nóvember 2006 18:45 Bandaríski demókrataflokkurinn fær meirihluta í fulltrúadeildinni í þingkosningunum í dag ef marka má skoðanakannanir. Því er spáð að repúblíkanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild. Kosningabaráttan hefur verið hörð og hafa demókratar tapað niður nokkru forskoti á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í dag til að kjósa milli frambjóðenda til beggja þingdeilda. Kosið er um öll 435 þingsæti í fulltrúadeild og 33 öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess er kosið um fylkisstjóra í 36 fylkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningar innan þeirra, meðal annars um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og lágmarkslaun. Þess fyrir utan líta margir á kosningarnar nú sem atkvæðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar í Írak og á ýmsum öðrum sviðum. Einhverjir kjósendur sögðust hafa greitt atkvæði gegn ástandinu í Írak, aðrir sögðu þörf á að breyta til í þingdeildunum. Aðrir sögðu þörf á staðfestu í stefnu gagnvart Írak og það viðhorf endurspeglaði val þeirra. Bush Bandaríkjaforseti greiddi atkvæði í Crawford í Texas. Aðspurður sagðist hann búinn að gera upp hug sinn þar sem hann gekk inn á kjörstað í Crawford í Texas. Forsetinn hefur farið fylkjanna á milli síðustu daga til að styðja flokkssystkini í baráttunni við demókrata. Ekki hafa þó allir tekið honum fagnandi og sem dæmi þurfti Bush einn að brýna kjósendur flokksins í Flórída í gær þar sem frambjóðandi repúblíkana til fylkisstjóra þar kaus að reka endahnútinn á kosningabaráttu sína fjarri forsetanum. Hilary Clinton er einn öldungardeildarþingmanna berst fyrir sæti sínu nú. Hún sagðist vonast eftir góðri kosningaþátttöku þar sem margt sé í húfi. Hún segist vona að demókratar fái meirihluta í þingdeildunum. Ekki er þó líklegt að þingmanninum verði að ósk sinni hvað varðar kjörsókn því ekki er búist við að hún fari yfir 40%. Fyrstu kjörstöðum verður lokað um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum upp úr miðnætti. Nánar verður fjallað um kosningarnar í Íslandi í dag hér á eftir og fylgst með úrslitum hér á visir.is Erlent Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Bandaríski demókrataflokkurinn fær meirihluta í fulltrúadeildinni í þingkosningunum í dag ef marka má skoðanakannanir. Því er spáð að repúblíkanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild. Kosningabaráttan hefur verið hörð og hafa demókratar tapað niður nokkru forskoti á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í dag til að kjósa milli frambjóðenda til beggja þingdeilda. Kosið er um öll 435 þingsæti í fulltrúadeild og 33 öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess er kosið um fylkisstjóra í 36 fylkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningar innan þeirra, meðal annars um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og lágmarkslaun. Þess fyrir utan líta margir á kosningarnar nú sem atkvæðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar í Írak og á ýmsum öðrum sviðum. Einhverjir kjósendur sögðust hafa greitt atkvæði gegn ástandinu í Írak, aðrir sögðu þörf á að breyta til í þingdeildunum. Aðrir sögðu þörf á staðfestu í stefnu gagnvart Írak og það viðhorf endurspeglaði val þeirra. Bush Bandaríkjaforseti greiddi atkvæði í Crawford í Texas. Aðspurður sagðist hann búinn að gera upp hug sinn þar sem hann gekk inn á kjörstað í Crawford í Texas. Forsetinn hefur farið fylkjanna á milli síðustu daga til að styðja flokkssystkini í baráttunni við demókrata. Ekki hafa þó allir tekið honum fagnandi og sem dæmi þurfti Bush einn að brýna kjósendur flokksins í Flórída í gær þar sem frambjóðandi repúblíkana til fylkisstjóra þar kaus að reka endahnútinn á kosningabaráttu sína fjarri forsetanum. Hilary Clinton er einn öldungardeildarþingmanna berst fyrir sæti sínu nú. Hún sagðist vonast eftir góðri kosningaþátttöku þar sem margt sé í húfi. Hún segist vona að demókratar fái meirihluta í þingdeildunum. Ekki er þó líklegt að þingmanninum verði að ósk sinni hvað varðar kjörsókn því ekki er búist við að hún fari yfir 40%. Fyrstu kjörstöðum verður lokað um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum upp úr miðnætti. Nánar verður fjallað um kosningarnar í Íslandi í dag hér á eftir og fylgst með úrslitum hér á visir.is
Erlent Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira