Vilja segja sig úr lögum við Georgíu 12. nóvember 2006 19:30 Suður-Ossetíumenn greiddu í dag atkvæði um hvort þeir segðu sig endanlega úr lögum við Georgíu. Atkvæðagreiðslan nýtur ekki viðurkenningar á Vesturlöndum en Rússar segja að virða beri niðurstöðuna. Þótt Suður-Ossetía sé hluti af Georgíu telur þorri íbúa héraðsins sig eiga fátt sameiginlegt með öðrum íbúum landsins, þeir tala ekki einu sinni sama tungumál. Samskiptin við Rússland eru hins vegar mikil, sérstaklega frændurna í Norður-Ossetíu, til dæmis er rúblan gjaldmiðill héraðsins. Fjórtán ár eru liðin frá því að Suður-Ossetía lýsti yfir sjálfstæði en það nýtur engrar viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Atkvæðagreiðslan í dag er hugsuð sem staðfesting á þeirri sjálfstæðisyfirlýsingu og er fastlega búist við að hún verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Stjórnvöld í Georgíu leggjast gegn þessum þreifingum enda óttast þau um hag minnihlutans í héraðinu sem hélt sína eigin atkvæðagreiðslu í dag. Þar sem georgíska ríkisstjórnin nýtur stuðnings á Vesturlöndum er útilokað að sjálfstæði Suður-Ossetíu verði viðurkennt þar. Rússar, sem hafa ekki átt beinlínis í vingjarnlegum samskiptum við Georgíumenn að undanförnu, segja aftur á móti að fyrst Vesturlönd beiti sér fyrir sjálfstæði Kosovo frá Serbíu sé þeim ekki stætt á að leggjast gegn sjálfstæðisbaráttu héraða í fyrrum Sovétlýðveldum. Í ljósi framgöngu þeirra sjálfra í Tsjetsjeníu kann þessi röksemd hins vegar að hljóma einkennilega í eyrum margra. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Suður-Ossetíumenn greiddu í dag atkvæði um hvort þeir segðu sig endanlega úr lögum við Georgíu. Atkvæðagreiðslan nýtur ekki viðurkenningar á Vesturlöndum en Rússar segja að virða beri niðurstöðuna. Þótt Suður-Ossetía sé hluti af Georgíu telur þorri íbúa héraðsins sig eiga fátt sameiginlegt með öðrum íbúum landsins, þeir tala ekki einu sinni sama tungumál. Samskiptin við Rússland eru hins vegar mikil, sérstaklega frændurna í Norður-Ossetíu, til dæmis er rúblan gjaldmiðill héraðsins. Fjórtán ár eru liðin frá því að Suður-Ossetía lýsti yfir sjálfstæði en það nýtur engrar viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Atkvæðagreiðslan í dag er hugsuð sem staðfesting á þeirri sjálfstæðisyfirlýsingu og er fastlega búist við að hún verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Stjórnvöld í Georgíu leggjast gegn þessum þreifingum enda óttast þau um hag minnihlutans í héraðinu sem hélt sína eigin atkvæðagreiðslu í dag. Þar sem georgíska ríkisstjórnin nýtur stuðnings á Vesturlöndum er útilokað að sjálfstæði Suður-Ossetíu verði viðurkennt þar. Rússar, sem hafa ekki átt beinlínis í vingjarnlegum samskiptum við Georgíumenn að undanförnu, segja aftur á móti að fyrst Vesturlönd beiti sér fyrir sjálfstæði Kosovo frá Serbíu sé þeim ekki stætt á að leggjast gegn sjálfstæðisbaráttu héraða í fyrrum Sovétlýðveldum. Í ljósi framgöngu þeirra sjálfra í Tsjetsjeníu kann þessi röksemd hins vegar að hljóma einkennilega í eyrum margra.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira