Rúmlega 100 rænt 14. nóvember 2006 12:31 Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks. Erlent Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks.
Erlent Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira