Heimilislausum fjölgar í Lundúnum 14. nóvember 2006 19:00 Góðgerðarsamtök í Bretlandi segja mikla hættu á því að Búlgarir og Rúmenar, sem leiti betra lífs í Bretlandi, endi á götunni. Löndin tvö ganga í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Heimilislausum í Bretlandi, úr hópi Austur-Evrópubúa, hefur fjölgað um tæp fjögur þúsund það sem af er þessu ári. Bresk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi þegar löndin tvö ganga í ESB. Með þessu vilja bresk stjórnvöld reyna að hefta flutning fólks frá Austur-Evrópu til Bretlands. Það er mat mannréttindasamtaka að um fimmtán prósent þeirra sem leiti húsaskjóls í athvörfrum í Lundúnum séu frá þeim Austur-Evrópuríkjum sem nýlega hafa fengið aðild að ESB eða standi við þröskuldinn. Maciej Azerewicz, starfsmaður hjálparsamtak í Bretlandi, segir fólkið oft koma með rútu eða flugvél án þess að hafa trygga vinnu. Þegar til Bretlands komi reki þau sig á vegg þar sem engin vinna bíði og það komi fólkinu í opna skjöldu. Auk þess séu Lundúnir dýr borg og erfitt sé að treyna aurinn ef engin sé vinnan. Fé fólksins endist jafnvel ekki nema í hálfan mánuð til þrjár vikur. Þá endi þetta fólk á götunni. Sérfræðingar í mannréttindamálum segja að vissulega nái fjölmargir flóttamenn frá Austur-Evrópu að fóta sig í Bretlandi en margir verði undir. Óttast er að heimilislausum úr þessum hópi fjölgi á götum Lundúna við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í ESB. Sérfræðingar segja mestu skipta að leggja upp í ferðalag til Bretlands með nægilegt fé og vinnu upp á vasann. Marcel er frá Rúmeníu en býr nú á götum Lundúna. Hann segir auðveldara um að tala en í að komast. Hann segir stöðuna erfiða hjá mörgu. Sér líði nú eins og flækingi. Eignir séu engar en samt þurfi hann, og aðrir í sömu sporum, að reyna að bjarga stöðu sinni. Erlent Fréttir Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Góðgerðarsamtök í Bretlandi segja mikla hættu á því að Búlgarir og Rúmenar, sem leiti betra lífs í Bretlandi, endi á götunni. Löndin tvö ganga í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Heimilislausum í Bretlandi, úr hópi Austur-Evrópubúa, hefur fjölgað um tæp fjögur þúsund það sem af er þessu ári. Bresk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi þegar löndin tvö ganga í ESB. Með þessu vilja bresk stjórnvöld reyna að hefta flutning fólks frá Austur-Evrópu til Bretlands. Það er mat mannréttindasamtaka að um fimmtán prósent þeirra sem leiti húsaskjóls í athvörfrum í Lundúnum séu frá þeim Austur-Evrópuríkjum sem nýlega hafa fengið aðild að ESB eða standi við þröskuldinn. Maciej Azerewicz, starfsmaður hjálparsamtak í Bretlandi, segir fólkið oft koma með rútu eða flugvél án þess að hafa trygga vinnu. Þegar til Bretlands komi reki þau sig á vegg þar sem engin vinna bíði og það komi fólkinu í opna skjöldu. Auk þess séu Lundúnir dýr borg og erfitt sé að treyna aurinn ef engin sé vinnan. Fé fólksins endist jafnvel ekki nema í hálfan mánuð til þrjár vikur. Þá endi þetta fólk á götunni. Sérfræðingar í mannréttindamálum segja að vissulega nái fjölmargir flóttamenn frá Austur-Evrópu að fóta sig í Bretlandi en margir verði undir. Óttast er að heimilislausum úr þessum hópi fjölgi á götum Lundúna við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í ESB. Sérfræðingar segja mestu skipta að leggja upp í ferðalag til Bretlands með nægilegt fé og vinnu upp á vasann. Marcel er frá Rúmeníu en býr nú á götum Lundúna. Hann segir auðveldara um að tala en í að komast. Hann segir stöðuna erfiða hjá mörgu. Sér líði nú eins og flækingi. Eignir séu engar en samt þurfi hann, og aðrir í sömu sporum, að reyna að bjarga stöðu sinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira