Óttast áframhaldandi víg 22. nóvember 2006 12:30 Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun. Rannsókn á morðinu á Gemayel, sem var einn af leiðtogum kristinna í landinu, er þegar hafin en hann var skotinn til bana um hábjartan dag í einu af úthverfum Beirút í gær. Ekkert er vitað um hverjir standa á bak við tilræðið en andstæðingar Sýrlendinga telja augljóst að þeir hafi verið að verki enda hafi þeir áður gerst sekir um slíkt. Gemayel verður jarðsettur á morgun en hann var borinn í kistu sinni um heimabæ sinni Bekfaya í dag. Hundruð bæjarbúa fylgdu sorgmæddir eftir, sumir fleygðu grjónum yfir kistuna sem var sveipuð fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Dagblaðið Daily Star segir falangista hafa ráðið ráðum sínum í gær og að þolinmæði þeirra væri senn á þrotum. Hljóðið í líbönskum stjórnmálamönnum hefur verið dökkt í morgun. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Líf hennar hangir á bláþræði eftir að sex ráðherrar sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstól á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra. Öryggisráðið samþykkti í gær fyrir sitt leyti stofnun slíks dómstóls Erlent Fréttir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun. Rannsókn á morðinu á Gemayel, sem var einn af leiðtogum kristinna í landinu, er þegar hafin en hann var skotinn til bana um hábjartan dag í einu af úthverfum Beirút í gær. Ekkert er vitað um hverjir standa á bak við tilræðið en andstæðingar Sýrlendinga telja augljóst að þeir hafi verið að verki enda hafi þeir áður gerst sekir um slíkt. Gemayel verður jarðsettur á morgun en hann var borinn í kistu sinni um heimabæ sinni Bekfaya í dag. Hundruð bæjarbúa fylgdu sorgmæddir eftir, sumir fleygðu grjónum yfir kistuna sem var sveipuð fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Dagblaðið Daily Star segir falangista hafa ráðið ráðum sínum í gær og að þolinmæði þeirra væri senn á þrotum. Hljóðið í líbönskum stjórnmálamönnum hefur verið dökkt í morgun. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Líf hennar hangir á bláþræði eftir að sex ráðherrar sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstól á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra. Öryggisráðið samþykkti í gær fyrir sitt leyti stofnun slíks dómstóls
Erlent Fréttir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira