Handboltinn stendur höllum fæti í Hafnarfirði 23. nóvember 2006 19:33 Staðan í handboltanum í Hafnarfirði er ekki glæsileg ef marka má úttekt íþróttadeildar Stöðvar 2 í kvöld Mynd/Stefán Karlsson Handboltinn í Hafnarfirði stendur afar höllum fæti og skulda handknattleiksfélög Hauka og FH þar í bæ samtals 113 milljónir króna. Handknattleiksdeildir félaganna eru komnar í þrot og hafa leitað aðstoðar bæjaryfirvalda. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmd heimildum íþróttadeildarinnar skuldar handknattleiksdeild Hauka 74 milljónir króna og viðurkenndi Sindri Karlsson, formaður aðalstjórnar félagsins, að heildarskuldir félagsins væru 250 milljónir króna en eignir félagsins væru andvirði á bilinu 300-400 milljónir króna. Ágúst vildi ekki taka handknattleiksdeildina fram yfir aðrar í þessu sambandi en sagði vandann félagsins alls. Hann sagði stöðuna þó alvarlega og benti á að langstærsti hluti skuldanna væru áfallnir vextir. Helmingur skuldarinnar er samkvæmt heimildum íþróttadeildarinnar vegna uppbyggingar Ásvalla, en lausaskuldir á bilinu 120-130 milljónir króna. Ekki er staða handknattleiksdeildar FH glæsilegri en þar hljóða skuldirnar upp á 39 milljónir króna. Þetta staðfesti Örn Magnússon við íþróttadeildina í dag. Örn sagði þáttöku liðsins í Evrópukeppnum á síðustu árum vera aðalástæðu skuldastöðu deildarinnar. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að endurskoðendur séu búnir að fara yfir stöðu félaganna og segir máli vera í skoðun hjá bæjaryfirvöldum. Hann sagði skuldastöðuna fyrst og fremst liggja hjá meistaraflokkum félaganna enda sé þáttaka barna í íþróttum niðurgreidd hjá bænum. Knattspyrnudeild FH stendur hinsvegar mjög vel samkvæmt heimildum íþróttadeildarinnar, en síðar í vetur hefjast miklar framkvæmdir á íþróttasvæði félagsins í Kaplakrika. Þar verður stúkan stækkuð og til stendur að völlurinn muni rúma yfir 4000 áhorfendur í sæti. Auk þessa er fyrirhugað að byggja frjálsíþróttahús. Framkvæmdir þessar munu kosta einn milljarð króna og mun Hafnafjarðarbær greiða 80% af þeirri upphæð en FH afganginn. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Handboltinn í Hafnarfirði stendur afar höllum fæti og skulda handknattleiksfélög Hauka og FH þar í bæ samtals 113 milljónir króna. Handknattleiksdeildir félaganna eru komnar í þrot og hafa leitað aðstoðar bæjaryfirvalda. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmd heimildum íþróttadeildarinnar skuldar handknattleiksdeild Hauka 74 milljónir króna og viðurkenndi Sindri Karlsson, formaður aðalstjórnar félagsins, að heildarskuldir félagsins væru 250 milljónir króna en eignir félagsins væru andvirði á bilinu 300-400 milljónir króna. Ágúst vildi ekki taka handknattleiksdeildina fram yfir aðrar í þessu sambandi en sagði vandann félagsins alls. Hann sagði stöðuna þó alvarlega og benti á að langstærsti hluti skuldanna væru áfallnir vextir. Helmingur skuldarinnar er samkvæmt heimildum íþróttadeildarinnar vegna uppbyggingar Ásvalla, en lausaskuldir á bilinu 120-130 milljónir króna. Ekki er staða handknattleiksdeildar FH glæsilegri en þar hljóða skuldirnar upp á 39 milljónir króna. Þetta staðfesti Örn Magnússon við íþróttadeildina í dag. Örn sagði þáttöku liðsins í Evrópukeppnum á síðustu árum vera aðalástæðu skuldastöðu deildarinnar. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að endurskoðendur séu búnir að fara yfir stöðu félaganna og segir máli vera í skoðun hjá bæjaryfirvöldum. Hann sagði skuldastöðuna fyrst og fremst liggja hjá meistaraflokkum félaganna enda sé þáttaka barna í íþróttum niðurgreidd hjá bænum. Knattspyrnudeild FH stendur hinsvegar mjög vel samkvæmt heimildum íþróttadeildarinnar, en síðar í vetur hefjast miklar framkvæmdir á íþróttasvæði félagsins í Kaplakrika. Þar verður stúkan stækkuð og til stendur að völlurinn muni rúma yfir 4000 áhorfendur í sæti. Auk þessa er fyrirhugað að byggja frjálsíþróttahús. Framkvæmdir þessar munu kosta einn milljarð króna og mun Hafnafjarðarbær greiða 80% af þeirri upphæð en FH afganginn.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita