Atouba í vondum málum 6. desember 2006 22:29 Atouba sýndi stuðningsmönnum Hamburg hvað honum þótti um þá í kvöld með þessu afdráttarlausa fingramáli sínu NordicPhotos/GettyImages Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Atouba gaf CSKA Moskvu vítaspyrnu með klaufalegu broti og átti svo stóran þátt í hinu marki rússneska liðsins með silalegum varnarleik. Eftir síðara markið fékk Thomas Doll þjálfari nóg og skipti Atouba af velli, en Afríkumaðurinn brást hinn versti við þegar stuðningsmenn Hamburg bauluðu á hann og veifaði löngutöng í alla enda stúkunnar þegar hann gekk af velli. Dómarinn gaf honum umsvifalaust rautt spjald, en sem betur fer fyrir Hamburg var liðið búið að framkvæma skiptinguna og því fékk liðið að halda áfram með 11 menn á vellinum og vann góðan og langþráðan sigur. Ljóst er að Atouba á yfir höfði sér harða refsingu fyrir þetta ljóta atvik. Thomas Doll þjálfari segist ætla að ræða við leikmanninn vegna atviksins, en tók þó upp hanskann fyrir hann. "Ég mun ræða við Atouba því svona framkoma á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum. Það er hinsvegar algjör óþarfi fyrir hans eigin stuðninsmenn að baula á hann þegar hann fer af velli og það gerir bara illt verra. Hann mun halda áfram að spila með okkur," sagði Doll. Atouba hefur verið óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins síðan í sumar þegar hann krafðist þess að fá hærri laun hjá félaginu. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Atouba gaf CSKA Moskvu vítaspyrnu með klaufalegu broti og átti svo stóran þátt í hinu marki rússneska liðsins með silalegum varnarleik. Eftir síðara markið fékk Thomas Doll þjálfari nóg og skipti Atouba af velli, en Afríkumaðurinn brást hinn versti við þegar stuðningsmenn Hamburg bauluðu á hann og veifaði löngutöng í alla enda stúkunnar þegar hann gekk af velli. Dómarinn gaf honum umsvifalaust rautt spjald, en sem betur fer fyrir Hamburg var liðið búið að framkvæma skiptinguna og því fékk liðið að halda áfram með 11 menn á vellinum og vann góðan og langþráðan sigur. Ljóst er að Atouba á yfir höfði sér harða refsingu fyrir þetta ljóta atvik. Thomas Doll þjálfari segist ætla að ræða við leikmanninn vegna atviksins, en tók þó upp hanskann fyrir hann. "Ég mun ræða við Atouba því svona framkoma á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum. Það er hinsvegar algjör óþarfi fyrir hans eigin stuðninsmenn að baula á hann þegar hann fer af velli og það gerir bara illt verra. Hann mun halda áfram að spila með okkur," sagði Doll. Atouba hefur verið óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins síðan í sumar þegar hann krafðist þess að fá hærri laun hjá félaginu.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira