Auglýst eftir efnislegu inntaki! 7. mars 2007 05:00 Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 2003 um að sett verði stjórnarskrárákvæði um „sameign íslensku þjóðarinnar að fiskveiðiauðlindinni" hefur komið til umræðu síðustu daga. Hugmyndina má raunar rekja til laga um fiskveiðistjórn allt frá 1988, en einkum var það álit auðlindanefndar árið 2000 sem gaf henni byr undir báða vængi. Nú er það ekki verkefni lögfræðinga að skipta sér af því hvaða efnisreglur eru settar í stjórnarskrá á hverjum tíma. Það heyrir hins vegar til lögfræði að útfæra stefnumið stjórnmálamanna í lagatexta þannig að tilætluð markmið þeirra náist. Í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að benda á eftirfarandi: Lagalega gengur það ekki upp að villt og vörslulaus dýr, þ.á m. fiskar, séu undirorpin einhvers konar einstaklingseignarrétti (eða sameignarrétti). Til að eignast villt dýr verður maður fyrst að veiða það. „Sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" á nytjastofnunum getur af þessum sökum ekki vísað til „eignar", hvorki eignar einstaklinga né ríkisins. Það sem auðvitað er fyrir mestu er hvernig nýtingarrétti á fiskveiðiauðlindinni er háttað. Í krafti almenns lagasetningarvalds (fullveldisréttar) hefur íslenska ríkið það í hendi sér hvaða reglur eru settar um nýtingu á fiskveiðiauðlindinni, eins og kvótakerfið og þróun þess sýnir best. En hvaða réttaráhrif á þá ákvæðið um „sameign þjóðarinnar" að hafa á þessar heimildir löggjafans svo og nýtingarrétt einstaklinga? Af einhverjum ástæðum hefur ekkert skýrt svar komið fram þótt tilefnið hafi lengi verið ærið. Með stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" er boltinn gefinn upp fyrir ágreining og illdeilur, enda getur hver sem er gefið hugtökum sem þessum merkingu eftir pólitískri vild. Slíkt ákvæði gengur því gegn því almenna markmiði laga og stjórnarskrár að skapa frið og öryggi í samfélaginu með skýrum og afdráttarlausum reglum. Það má heita nógu slæmt að „skreyta" stjórnarskrár með ýmsum lagalega marklausum stefnuyfirlýsingum, eins og nú er í tísku víða um lönd. Það keyrir um þverbak þegar setja á í stjórnarskrá ákvæði sem enginn veit hvað þýðir! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 2003 um að sett verði stjórnarskrárákvæði um „sameign íslensku þjóðarinnar að fiskveiðiauðlindinni" hefur komið til umræðu síðustu daga. Hugmyndina má raunar rekja til laga um fiskveiðistjórn allt frá 1988, en einkum var það álit auðlindanefndar árið 2000 sem gaf henni byr undir báða vængi. Nú er það ekki verkefni lögfræðinga að skipta sér af því hvaða efnisreglur eru settar í stjórnarskrá á hverjum tíma. Það heyrir hins vegar til lögfræði að útfæra stefnumið stjórnmálamanna í lagatexta þannig að tilætluð markmið þeirra náist. Í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að benda á eftirfarandi: Lagalega gengur það ekki upp að villt og vörslulaus dýr, þ.á m. fiskar, séu undirorpin einhvers konar einstaklingseignarrétti (eða sameignarrétti). Til að eignast villt dýr verður maður fyrst að veiða það. „Sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" á nytjastofnunum getur af þessum sökum ekki vísað til „eignar", hvorki eignar einstaklinga né ríkisins. Það sem auðvitað er fyrir mestu er hvernig nýtingarrétti á fiskveiðiauðlindinni er háttað. Í krafti almenns lagasetningarvalds (fullveldisréttar) hefur íslenska ríkið það í hendi sér hvaða reglur eru settar um nýtingu á fiskveiðiauðlindinni, eins og kvótakerfið og þróun þess sýnir best. En hvaða réttaráhrif á þá ákvæðið um „sameign þjóðarinnar" að hafa á þessar heimildir löggjafans svo og nýtingarrétt einstaklinga? Af einhverjum ástæðum hefur ekkert skýrt svar komið fram þótt tilefnið hafi lengi verið ærið. Með stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" er boltinn gefinn upp fyrir ágreining og illdeilur, enda getur hver sem er gefið hugtökum sem þessum merkingu eftir pólitískri vild. Slíkt ákvæði gengur því gegn því almenna markmiði laga og stjórnarskrár að skapa frið og öryggi í samfélaginu með skýrum og afdráttarlausum reglum. Það má heita nógu slæmt að „skreyta" stjórnarskrár með ýmsum lagalega marklausum stefnuyfirlýsingum, eins og nú er í tísku víða um lönd. Það keyrir um þverbak þegar setja á í stjórnarskrá ákvæði sem enginn veit hvað þýðir! Höfundur er lögfræðingur.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun