Frækinn sigur á Frökkum 17. júní 2007 06:45 fréttablaðið/daníel Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Stelpurnar virtust ögn stressaðar í upphafi leiks og voru full fljótar að sparka boltanum fram undir lítilli pressu. Frakkar spiluðu mjög vel saman en gekk illa að komast í góð marktækifæri. Þess í stað freistuðu þær þess að skjóta af löngum færum sem trufluðu Þóru B. Helgadóttur lítið í markinu. Stelpurnar okkar seldu sig illa á tíðum en það kom sem betur fer ekki að sök. Stelpurnar voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér. Þrátt fyrir skotveislu Frakka var lítil hætta á ferðum og Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir sköpuðu oft usla í vörn gestanna, án þess þó að skapa dauðafæri. Þrátt fyrir að fá pláss til að athafna sig var vörn Íslands svo þétt og vel skipulögð að ein besta þjóð heims var ekki líkleg til að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá varði Þóra meistaralega í þrígang og hélt liðinu inn í leiknum. Auk þess fóru Frakkar illa að ráði sínu í tveimur dauðafærum. Margrét og Ásthildur voru allt í öllu í sóknarleik Íslands. Þær fundu sig mjög vel saman en eins og við mátti búast fékk Ísland ekki mörg færi í leiknum. Í einu af fáum skoraði Margrét Lára með skalla sem lak inn af markverði Frakka eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Þrátt fyrir þunga pressu stóran hluta leiksins fundu þær frönsku ekki leið framhjá íslensku stelpunum sem börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær knúðu fram ótrúleg úrslit og halda svo sannarlega uppi heiðri A-landsliða Íslands. Stelpurnar sýndu fádæma baráttu undir dyggri stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og eiga hrós skilið. Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Stelpurnar virtust ögn stressaðar í upphafi leiks og voru full fljótar að sparka boltanum fram undir lítilli pressu. Frakkar spiluðu mjög vel saman en gekk illa að komast í góð marktækifæri. Þess í stað freistuðu þær þess að skjóta af löngum færum sem trufluðu Þóru B. Helgadóttur lítið í markinu. Stelpurnar okkar seldu sig illa á tíðum en það kom sem betur fer ekki að sök. Stelpurnar voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér. Þrátt fyrir skotveislu Frakka var lítil hætta á ferðum og Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir sköpuðu oft usla í vörn gestanna, án þess þó að skapa dauðafæri. Þrátt fyrir að fá pláss til að athafna sig var vörn Íslands svo þétt og vel skipulögð að ein besta þjóð heims var ekki líkleg til að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá varði Þóra meistaralega í þrígang og hélt liðinu inn í leiknum. Auk þess fóru Frakkar illa að ráði sínu í tveimur dauðafærum. Margrét og Ásthildur voru allt í öllu í sóknarleik Íslands. Þær fundu sig mjög vel saman en eins og við mátti búast fékk Ísland ekki mörg færi í leiknum. Í einu af fáum skoraði Margrét Lára með skalla sem lak inn af markverði Frakka eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Þrátt fyrir þunga pressu stóran hluta leiksins fundu þær frönsku ekki leið framhjá íslensku stelpunum sem börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær knúðu fram ótrúleg úrslit og halda svo sannarlega uppi heiðri A-landsliða Íslands. Stelpurnar sýndu fádæma baráttu undir dyggri stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og eiga hrós skilið.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira