Ósamrýmanleg markmið 22. júní 2007 03:00 Í ljósi síbreytilegra lífshátta mannsins, aukinnar tækni og getu hafa kröfur efnahagslífsins til náttúrunnar stöðugt verið að breytast. Stjórn náttúruauðlinda er flókið og umfangsmikið verkefni. Markmiðin geta verið mismunandi – allt frá friðun til hámarksnýtingar. Núverandi stjórnkerfi fiskveiða hlýtur því að koma til gagngerar endurskoðunar í ljósi niðurstaðna Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorskstofnsins. Árangur stjórnunarinnar er í engu samræmi við markmiðin. Það er siðferðileg og lagaleg skylda að leita allra leiða til að ná árangri við stjórn náttúruauðlinda – fyrir okkur sjálf, náttúruna og komandi kynslóðir. Ef núverandi stjórnkerfi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt verðum við að vera tilbúin til þess að skoða nýjar leiðir. Annað væri ábyrgðarlaust. Auðlindir sjávarAuðlindir sjávar hafa lengi verið hornsteinn efnahagslífsins – einkanlega á landsbyggðinni. Markmið laga um stjórn fiskveiða kveða á um nauðsyn verndar og hagkvæmrar nýtingar fiskistofnanna auk traustrar atvinnu og byggðar í landinu. Undanfarin misseri hefur megináherslan verið lögð á hagkvæmni og skilvirkni. Aflaheimildir hafa því færst á færri hendur, sótt hefur verið á færri skipum og tæknin leyst mannshöndina af hólmi. Sjávarbyggðir hafa borið hitann og þungann af hagræðingunni. Afleiðingin er öllum ljós: Störfum fækkað svo þúsundum skiptir, fjárfestingar dregist saman, sveitarfélög tapað tekjum, fasteignaverð lækkað og fólki fækkað – svo einfalt er það. Af þessu verður ráðið að miklar eignatilfærslur hafa átt sér stað frá landsbyggðinni. Á sama tíma hefur eftirlitsiðnaður byggst upp á höfuðborgarsvæðinu. Það getur aldrei verið sanngjarnt að einungis einn hópur landsmanna, íbúar sjávarbyggða, taki á sig allar byrðarnar vegna upptöku kerfis í sjávarútvegi sem ætlað var að þjóna heildinni. Hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi, en markmiðið um blómlegar byggðir, trausta atvinnu og eflingu fiskistofna hefur ekki náðst. Stjórnvöld standa því nú frammi fyrir stórum og erfiðum spurningum varðandi stjórn fiskveiða og framtíðarskipulags sjávarútvegsins. Ein þeirra spurninga er hvort núverandi markmið með stjórn fiskveiða eru samrýmanleg. Það er augljóst, ef ná á hámarkshagræðingu og skilvirkni í greininni að störfum í sjávarbyggðunum mun fækka, nema önnur atvinnutækifæri komi til. Hér verður þó að hafa í huga að þessar byggðir hafa sérhæft sig í sjávarútvegi. Það er styrkleiki þeirra en um leið veikleiki þegar horft er til nýrra atvinnutækifæra og frekari uppbyggingar. Það er markmið núverandi ríkisstjórnar að ráðast í átak í samgöngu-, mennta- og fjarskiptamálum. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið stígi skref í þá átt að létta byrðum af sjávarbyggðum vegna félagslega íbúðakerfisins auk þess sem auðlindagjaldið hlýtur í auknum mæli að renna til sjávarbyggða, ella væri aðeins um áframhaldandi eignaupptöku á landsbyggðinni að ræða. Þá hefur verið rætt um að færa opinber störf út á landsbyggðina. Allt þetta styrkir byggðirnar og veitir þeim ný tækifæri.Hvert skal stefna?En duga þessi úrræði til að sporna gegn þróun undanfarinna ára? Svarið við spurningunni, þegar horft er til lengri tíma, er ekki augljóst en það mun taka tíma að byggja upp atvinnulíf sem skapar störf á móti þeim sem hafa glatast og styrkja grunngerð þessara samfélaga. Sé horft til skemmri tíma er svarið augljóslega nei. Ef horfið verður frá stefnu arðsemis, hagræðingar og skilvirkni í greininni hljóta menn að spyrja: Hverskonar atvinnuvegur verður sjávarútvegur í framtíðinni? Verður hann samkeppnishæfur á alþjóðamörkuðum? Á hann að verða styrktur atvinnuvegur í þágu landsbyggðarinnar? Á að hverfa aftur til þess horfs sem var fyrir upptöku kvótakerfisins? Á að halda áfram á þeirri leið sem við höfum verið undanfarin ár eða á að kúvenda í nafni neikvæðra félagslegra-, atvinnu- og umhverfisáhrifa núverandi skipulags. Það er afar mikilvægt að fram fari ítarleg umræða um framtíð sjávarútvegsins á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja vinnu við rannsókn á áhrifum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis á sjávarbyggðir í landinu. Sú vinna getur ekki beðið – í hana verður að ráðast strax því engan tíma má missa. Þetta er löngu tímabær umræða því inn í hana munu spinnast sjónarmið um það hvernig við viljum sjá Ísland byggt til framtíðar og hvað við erum tilbúin til að leggja á okkur fyrir þá sýn. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í ljósi síbreytilegra lífshátta mannsins, aukinnar tækni og getu hafa kröfur efnahagslífsins til náttúrunnar stöðugt verið að breytast. Stjórn náttúruauðlinda er flókið og umfangsmikið verkefni. Markmiðin geta verið mismunandi – allt frá friðun til hámarksnýtingar. Núverandi stjórnkerfi fiskveiða hlýtur því að koma til gagngerar endurskoðunar í ljósi niðurstaðna Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorskstofnsins. Árangur stjórnunarinnar er í engu samræmi við markmiðin. Það er siðferðileg og lagaleg skylda að leita allra leiða til að ná árangri við stjórn náttúruauðlinda – fyrir okkur sjálf, náttúruna og komandi kynslóðir. Ef núverandi stjórnkerfi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt verðum við að vera tilbúin til þess að skoða nýjar leiðir. Annað væri ábyrgðarlaust. Auðlindir sjávarAuðlindir sjávar hafa lengi verið hornsteinn efnahagslífsins – einkanlega á landsbyggðinni. Markmið laga um stjórn fiskveiða kveða á um nauðsyn verndar og hagkvæmrar nýtingar fiskistofnanna auk traustrar atvinnu og byggðar í landinu. Undanfarin misseri hefur megináherslan verið lögð á hagkvæmni og skilvirkni. Aflaheimildir hafa því færst á færri hendur, sótt hefur verið á færri skipum og tæknin leyst mannshöndina af hólmi. Sjávarbyggðir hafa borið hitann og þungann af hagræðingunni. Afleiðingin er öllum ljós: Störfum fækkað svo þúsundum skiptir, fjárfestingar dregist saman, sveitarfélög tapað tekjum, fasteignaverð lækkað og fólki fækkað – svo einfalt er það. Af þessu verður ráðið að miklar eignatilfærslur hafa átt sér stað frá landsbyggðinni. Á sama tíma hefur eftirlitsiðnaður byggst upp á höfuðborgarsvæðinu. Það getur aldrei verið sanngjarnt að einungis einn hópur landsmanna, íbúar sjávarbyggða, taki á sig allar byrðarnar vegna upptöku kerfis í sjávarútvegi sem ætlað var að þjóna heildinni. Hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi, en markmiðið um blómlegar byggðir, trausta atvinnu og eflingu fiskistofna hefur ekki náðst. Stjórnvöld standa því nú frammi fyrir stórum og erfiðum spurningum varðandi stjórn fiskveiða og framtíðarskipulags sjávarútvegsins. Ein þeirra spurninga er hvort núverandi markmið með stjórn fiskveiða eru samrýmanleg. Það er augljóst, ef ná á hámarkshagræðingu og skilvirkni í greininni að störfum í sjávarbyggðunum mun fækka, nema önnur atvinnutækifæri komi til. Hér verður þó að hafa í huga að þessar byggðir hafa sérhæft sig í sjávarútvegi. Það er styrkleiki þeirra en um leið veikleiki þegar horft er til nýrra atvinnutækifæra og frekari uppbyggingar. Það er markmið núverandi ríkisstjórnar að ráðast í átak í samgöngu-, mennta- og fjarskiptamálum. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið stígi skref í þá átt að létta byrðum af sjávarbyggðum vegna félagslega íbúðakerfisins auk þess sem auðlindagjaldið hlýtur í auknum mæli að renna til sjávarbyggða, ella væri aðeins um áframhaldandi eignaupptöku á landsbyggðinni að ræða. Þá hefur verið rætt um að færa opinber störf út á landsbyggðina. Allt þetta styrkir byggðirnar og veitir þeim ný tækifæri.Hvert skal stefna?En duga þessi úrræði til að sporna gegn þróun undanfarinna ára? Svarið við spurningunni, þegar horft er til lengri tíma, er ekki augljóst en það mun taka tíma að byggja upp atvinnulíf sem skapar störf á móti þeim sem hafa glatast og styrkja grunngerð þessara samfélaga. Sé horft til skemmri tíma er svarið augljóslega nei. Ef horfið verður frá stefnu arðsemis, hagræðingar og skilvirkni í greininni hljóta menn að spyrja: Hverskonar atvinnuvegur verður sjávarútvegur í framtíðinni? Verður hann samkeppnishæfur á alþjóðamörkuðum? Á hann að verða styrktur atvinnuvegur í þágu landsbyggðarinnar? Á að hverfa aftur til þess horfs sem var fyrir upptöku kvótakerfisins? Á að halda áfram á þeirri leið sem við höfum verið undanfarin ár eða á að kúvenda í nafni neikvæðra félagslegra-, atvinnu- og umhverfisáhrifa núverandi skipulags. Það er afar mikilvægt að fram fari ítarleg umræða um framtíð sjávarútvegsins á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja vinnu við rannsókn á áhrifum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis á sjávarbyggðir í landinu. Sú vinna getur ekki beðið – í hana verður að ráðast strax því engan tíma má missa. Þetta er löngu tímabær umræða því inn í hana munu spinnast sjónarmið um það hvernig við viljum sjá Ísland byggt til framtíðar og hvað við erum tilbúin til að leggja á okkur fyrir þá sýn. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar