Framtíðarhorfur í sjávarútvegi 11. júlí 2007 08:00 Miklar umræður og harðar deilur hafa staðið um stjórnkerfi fiskveiða eftir að kvótakerfið var innleitt árið 1984. Er vandséð að kerfið hafi almennt skilað þeim meginmarkmiðum sínum að fiskistofnar byggðust upp og skiluðu hámarksafrakstri, sérstaklega þorskstofninn. Hvað þá að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu eins og að var stefnt. Það er þó haldlítið að einblína á kvótakerfið eitt og sér og kenna því um stöðu mála, meðal annars í ljósi þess að stjórnvöld hafa lengst af heimilað veiðar umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, ekki síst á þorski. Kvótakerfið hefur augljóslega hamlað nýliðun og kynslóðaskiptum í atvinnugreininni. Framsal veiðiheimilda og sú staðreynd að byggðarlögum er ekki tryggður samfélagslegur réttur í núverandi kerfi hefur leitt til þess að kvóti hefur horfið á brott úr fjölmörgum sjávarplássum og skapað verulega erfiðleika og óvissu. Þá er gagnrýnt að kvótakerfið taki ekki tillit til staðbundinna aðstæðna og mismunandi stofna. Kerfið sé of einsleitt, einhæft og alls ekki vistvænt. Hröð samþjöppun veiðiheimilda, sameining og myndun stórra einokunarfyrirtækja hefur víða haft sársaukafullar breytingar í för með sér. Hinu má ekki gleyma að obbinn af sjávarútvegsfyrirtækum er afar vel rekinn og mikil þróun hefur átt sér stað á ýmsum sviðum innan greinarinnar. Mörg þessara fyrirtækja hafa fyrst og fremst nýtt veiðiheimildir sínar til atvinnusköpunar og uppbyggingar í heimabyggðum þeim til mikils framdráttar. Þau hörðu átök sem orðið hafa um fiskveiðistjórnunarkerfið, að vera annað hvort með því eða á móti, hafa að mínu mati orðið til þess að minna hefur verið hugað að framtíð fiskveiða og vinnslu. Önnur mikilsverð hagsmunamál sjávarútvegsins hafa fallið í skugga þessara lítt uppbyggilegu en ekki ástæðulausu deilna. Víst er að framtíðarhorfur í sjávarútvegi geta verið bjartar ef við sjáum til þess að auðlindirnar séu nýttar af varúð og skynsemi. Auðvitað geta náttúrufarslegar aðstæður sett okkur stólinn fyrir dyrnar og áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum geta orðið afdrifaríkar svo og aðborin mengun. En um aðra mikilsverða þætti erum við okkar gæfu smiðir. Í þeim efnum gildir að móta markvissa sjávarútvegsstefnu til áratuga. Tryggja verður að auðlindir sjávar verði raunveruleg sameign þjóðarinnar og byggðarlögum sé tryggður réttlátur skerfur veiðiheimilda og eða vinnslu sjávarafurða og viðunandi öryggi. Sjávarútvegurinn verður að laga sig að markmiðum sjálfbærrar þróunar og vinna markvisst að því að bæta umgengni sína við nytjastofna og vistkerfi hafsins að hafsbotninum meðtöldum. Við stjórn fiskveiða þarf að hafa varúðarnálgun að leiðarljósi og sporna við hvers kyns mengun sjávar við landið. Langtímastefna í sjávarútvegi verður að miða að því að treysta byggð, efla atvinnu, stuðla að aukinni fullvinnslu framleiðslunnar innanlands og verðmætasköpun og góðum lífskjörum þeirra sem starfa við greinina. Síðast en ekki síst verður að stórefla hafrannsóknir með sérstaka áherslu á að fylgjast með samspili tegundanna, viðgangi staðbundinna stofna, hrygningarsvæðum, uppeldisstöðvum og áhrifum mismunandi veiðarfæra á hafsbotninn og lífríki sjávar. Þessir þættir og fleiri ónefndir hafa verið vanræktir, ekki síst sá síðasttaldi, en þeir geta til samans skipt sköpum. Jafnframt þarf að huga að einstæðum náttúrufyrirbærum á hafsbotni og tryggja verndun þeirra. Alvarleg teikn eru á lofti um að börn okkar, verðandi sjómenn og fiskverkendur, muni taka við lakara lífríki sjávar en forfeðurnir fólu okkur, ef við stóreflum ekki þekkingu okkar á sjávarnytjum, lífríki hafsins og hafsbotninum og tökum ákvarðanir í sjávarútvegsmálum út frá bestu þekkingu og varúðarsjónarmiðum. Líkur benda til dæmis til að botnvörpuveiðar hafi frá því þær hófust víða gjörbreytt hafsbotninum á Íslandsmiðum. Margir sjómenn hafa réttmætar og þungar áhyggjur af áhrifum þessarar röskunar á lífsskilyrði sjávar, svo sem á klak og uppeldi fiskistofna og telja brýnt að færa út togveiðilandhelgina og stunda eingöngu veiðar á vistvæn veiðarfæri innan 12 mílna. Röskun vegna togveiða virðist vera enn afdrifaríkari á djúpslóð þar sem lífríkið er viðkvæmara og afar lengi að jafna sig vegna hægs vaxtar. Veiði á búra hefur verið nefnd sem víti til varnaðar. Þá liggur fyrir að ómetanleg kórallasvæði og búsvæði svampa hafi skemmst eða eyðilagst. Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af lífríki sjávar hafa rannsóknir á vistkerfi þess verið afar takmarkaðar. Þó hafa merkilegar rannsóknir verið stundaðar á vegum Hafrannsóknarstofnunar á þessu sviði og mikilsverðar niðurstöður fengist um afmarkaða þætti og um leið leitt í ljós takmarkaða þekkingu okkar. Rannsóknir þarf að stórefla þannig að skýr heildarmynd fáist fyrr en seinna. Kortleggja þarf fiskimiðin með tilliti til nytja rétt eins og afréttir hafa verið kortlagðar með tilliti til gróðurs og beitar. Íslensk stjórnvöld hafa sett fram stefnu um sjálfbæra þróun atvinnulífs og í því samhengi hlýtur sjávarútvegurinn að skipa háan sess sem undirstöðuatvinnugrein. Fiskveiðar verða að vera sjálfbærar, auðlindin endurnýtanleg. Það má ekkert til spara til að tryggja vöxt og viðgang nytjastofna í hafinu. Fyrir liggur að markviss staðbundin svæðaverndun hefur skilað árangri. Rannsóknir sýna einnig að togveiðar geta haft afdrifaríkar og óafturkræfar afleiðingar á vissum svæðum en alls ekki öllum. Umhverfisvernd er jafn brýn á sjó sem á landi og það verður að rannsaka vistkerfi sjávar í víðu samhengi og gæta varúðar, túlka vafa um vöxt og viðgang nytjastofna og annars lífríkis sjávar því í hag. Það er öllum til hagsbóta. Með lögum um Evrópska efnahagssvæðið og alþjóðasamningum höfum við skuldbundið okkur til að varðveita, vernda og bæta umhverfið og sjá til þess að náttúruauðlindir séu nýttar af varúð, einkum á grundvelli meginreglunnar um sjálfbæra þróun og þeirrar meginreglu að grípa skuli til varúðarráðstafana og fyrirbyggjandi aðgerða. Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem starfa í sjávarútvegi eru meðvitaðir um þetta og þá hagsmuni sem eru í húfi. Það stendur uppá stjórnvöld að tryggja nægilegt fjármagn til rannsókna sem verða að fara fram í náinni samvinnu allra hagsmunaaðila. Haldbær þekking á öllum sviðum lífríkis sjávar og á hafsbotninum er undirstaða farsællar fiskveiðistjórnunar og tryggir líffræðilega fjölbreytni. Kvótakerfið eitt og sér dugir skammt í þeim efnum. Er ekki tímabært að hefja markvissar vísindaveiðar undir stjórn Hafró frá þeim sjávarplássum sem verst verða úti vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um 130.000 tonna aflamark í þorski? Hvernig í ósköpunum á að ná inn 100.000 tonna afla í ýsu og aflamarki í ufsa og öðrum tegundum þegar vitað er að meðafli í þorski er helftin af þeim afla eða meiri? Ætla stjórnvöld að horfa framhjá því stóraukna brottkasti sem við blasir? Hér eru sameiginlegir og veigamiklir þjóðarhagsmunir í húfi sem unnt á að vera að tryggja í fullri sátt. Og það er sannarlega kominn tími til að sjálfstæðisflokkurinn bæti fyrir pólitísk afglöp sín á sviði fiskveiðistjórnunar síðastliðin 16 ár. Höfundur er Alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Miklar umræður og harðar deilur hafa staðið um stjórnkerfi fiskveiða eftir að kvótakerfið var innleitt árið 1984. Er vandséð að kerfið hafi almennt skilað þeim meginmarkmiðum sínum að fiskistofnar byggðust upp og skiluðu hámarksafrakstri, sérstaklega þorskstofninn. Hvað þá að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu eins og að var stefnt. Það er þó haldlítið að einblína á kvótakerfið eitt og sér og kenna því um stöðu mála, meðal annars í ljósi þess að stjórnvöld hafa lengst af heimilað veiðar umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, ekki síst á þorski. Kvótakerfið hefur augljóslega hamlað nýliðun og kynslóðaskiptum í atvinnugreininni. Framsal veiðiheimilda og sú staðreynd að byggðarlögum er ekki tryggður samfélagslegur réttur í núverandi kerfi hefur leitt til þess að kvóti hefur horfið á brott úr fjölmörgum sjávarplássum og skapað verulega erfiðleika og óvissu. Þá er gagnrýnt að kvótakerfið taki ekki tillit til staðbundinna aðstæðna og mismunandi stofna. Kerfið sé of einsleitt, einhæft og alls ekki vistvænt. Hröð samþjöppun veiðiheimilda, sameining og myndun stórra einokunarfyrirtækja hefur víða haft sársaukafullar breytingar í för með sér. Hinu má ekki gleyma að obbinn af sjávarútvegsfyrirtækum er afar vel rekinn og mikil þróun hefur átt sér stað á ýmsum sviðum innan greinarinnar. Mörg þessara fyrirtækja hafa fyrst og fremst nýtt veiðiheimildir sínar til atvinnusköpunar og uppbyggingar í heimabyggðum þeim til mikils framdráttar. Þau hörðu átök sem orðið hafa um fiskveiðistjórnunarkerfið, að vera annað hvort með því eða á móti, hafa að mínu mati orðið til þess að minna hefur verið hugað að framtíð fiskveiða og vinnslu. Önnur mikilsverð hagsmunamál sjávarútvegsins hafa fallið í skugga þessara lítt uppbyggilegu en ekki ástæðulausu deilna. Víst er að framtíðarhorfur í sjávarútvegi geta verið bjartar ef við sjáum til þess að auðlindirnar séu nýttar af varúð og skynsemi. Auðvitað geta náttúrufarslegar aðstæður sett okkur stólinn fyrir dyrnar og áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum geta orðið afdrifaríkar svo og aðborin mengun. En um aðra mikilsverða þætti erum við okkar gæfu smiðir. Í þeim efnum gildir að móta markvissa sjávarútvegsstefnu til áratuga. Tryggja verður að auðlindir sjávar verði raunveruleg sameign þjóðarinnar og byggðarlögum sé tryggður réttlátur skerfur veiðiheimilda og eða vinnslu sjávarafurða og viðunandi öryggi. Sjávarútvegurinn verður að laga sig að markmiðum sjálfbærrar þróunar og vinna markvisst að því að bæta umgengni sína við nytjastofna og vistkerfi hafsins að hafsbotninum meðtöldum. Við stjórn fiskveiða þarf að hafa varúðarnálgun að leiðarljósi og sporna við hvers kyns mengun sjávar við landið. Langtímastefna í sjávarútvegi verður að miða að því að treysta byggð, efla atvinnu, stuðla að aukinni fullvinnslu framleiðslunnar innanlands og verðmætasköpun og góðum lífskjörum þeirra sem starfa við greinina. Síðast en ekki síst verður að stórefla hafrannsóknir með sérstaka áherslu á að fylgjast með samspili tegundanna, viðgangi staðbundinna stofna, hrygningarsvæðum, uppeldisstöðvum og áhrifum mismunandi veiðarfæra á hafsbotninn og lífríki sjávar. Þessir þættir og fleiri ónefndir hafa verið vanræktir, ekki síst sá síðasttaldi, en þeir geta til samans skipt sköpum. Jafnframt þarf að huga að einstæðum náttúrufyrirbærum á hafsbotni og tryggja verndun þeirra. Alvarleg teikn eru á lofti um að börn okkar, verðandi sjómenn og fiskverkendur, muni taka við lakara lífríki sjávar en forfeðurnir fólu okkur, ef við stóreflum ekki þekkingu okkar á sjávarnytjum, lífríki hafsins og hafsbotninum og tökum ákvarðanir í sjávarútvegsmálum út frá bestu þekkingu og varúðarsjónarmiðum. Líkur benda til dæmis til að botnvörpuveiðar hafi frá því þær hófust víða gjörbreytt hafsbotninum á Íslandsmiðum. Margir sjómenn hafa réttmætar og þungar áhyggjur af áhrifum þessarar röskunar á lífsskilyrði sjávar, svo sem á klak og uppeldi fiskistofna og telja brýnt að færa út togveiðilandhelgina og stunda eingöngu veiðar á vistvæn veiðarfæri innan 12 mílna. Röskun vegna togveiða virðist vera enn afdrifaríkari á djúpslóð þar sem lífríkið er viðkvæmara og afar lengi að jafna sig vegna hægs vaxtar. Veiði á búra hefur verið nefnd sem víti til varnaðar. Þá liggur fyrir að ómetanleg kórallasvæði og búsvæði svampa hafi skemmst eða eyðilagst. Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af lífríki sjávar hafa rannsóknir á vistkerfi þess verið afar takmarkaðar. Þó hafa merkilegar rannsóknir verið stundaðar á vegum Hafrannsóknarstofnunar á þessu sviði og mikilsverðar niðurstöður fengist um afmarkaða þætti og um leið leitt í ljós takmarkaða þekkingu okkar. Rannsóknir þarf að stórefla þannig að skýr heildarmynd fáist fyrr en seinna. Kortleggja þarf fiskimiðin með tilliti til nytja rétt eins og afréttir hafa verið kortlagðar með tilliti til gróðurs og beitar. Íslensk stjórnvöld hafa sett fram stefnu um sjálfbæra þróun atvinnulífs og í því samhengi hlýtur sjávarútvegurinn að skipa háan sess sem undirstöðuatvinnugrein. Fiskveiðar verða að vera sjálfbærar, auðlindin endurnýtanleg. Það má ekkert til spara til að tryggja vöxt og viðgang nytjastofna í hafinu. Fyrir liggur að markviss staðbundin svæðaverndun hefur skilað árangri. Rannsóknir sýna einnig að togveiðar geta haft afdrifaríkar og óafturkræfar afleiðingar á vissum svæðum en alls ekki öllum. Umhverfisvernd er jafn brýn á sjó sem á landi og það verður að rannsaka vistkerfi sjávar í víðu samhengi og gæta varúðar, túlka vafa um vöxt og viðgang nytjastofna og annars lífríkis sjávar því í hag. Það er öllum til hagsbóta. Með lögum um Evrópska efnahagssvæðið og alþjóðasamningum höfum við skuldbundið okkur til að varðveita, vernda og bæta umhverfið og sjá til þess að náttúruauðlindir séu nýttar af varúð, einkum á grundvelli meginreglunnar um sjálfbæra þróun og þeirrar meginreglu að grípa skuli til varúðarráðstafana og fyrirbyggjandi aðgerða. Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem starfa í sjávarútvegi eru meðvitaðir um þetta og þá hagsmuni sem eru í húfi. Það stendur uppá stjórnvöld að tryggja nægilegt fjármagn til rannsókna sem verða að fara fram í náinni samvinnu allra hagsmunaaðila. Haldbær þekking á öllum sviðum lífríkis sjávar og á hafsbotninum er undirstaða farsællar fiskveiðistjórnunar og tryggir líffræðilega fjölbreytni. Kvótakerfið eitt og sér dugir skammt í þeim efnum. Er ekki tímabært að hefja markvissar vísindaveiðar undir stjórn Hafró frá þeim sjávarplássum sem verst verða úti vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um 130.000 tonna aflamark í þorski? Hvernig í ósköpunum á að ná inn 100.000 tonna afla í ýsu og aflamarki í ufsa og öðrum tegundum þegar vitað er að meðafli í þorski er helftin af þeim afla eða meiri? Ætla stjórnvöld að horfa framhjá því stóraukna brottkasti sem við blasir? Hér eru sameiginlegir og veigamiklir þjóðarhagsmunir í húfi sem unnt á að vera að tryggja í fullri sátt. Og það er sannarlega kominn tími til að sjálfstæðisflokkurinn bæti fyrir pólitísk afglöp sín á sviði fiskveiðistjórnunar síðastliðin 16 ár. Höfundur er Alþingismaður.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun