Kristni stendur á traustum grunni Ágúst Valgarð Ólafsson skrifar 27. júlí 2007 06:00 Mér var bent á grein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn (bls. 18), sem bar yfirskriftina „Viðheldur fáfræði kristninni?" Ég ætla ekki að mæla því bót að menn verji eða vinni að framgangi málstaðar með því að forðast tilteknar staðreyndir, eða með því að lifa gegn eigin sannfæringu. Enginn ætti að predika það sem hann trúir ekki innst inni. Þess finnast dæmi að fáfræði hafi viðhaldið kristni. Ég er hins vegar ósammála því að svo sé enn í dag fyrir hugsandi fólk sem kynnir sér málið. Það þarf einnig að hafa í huga að rök með blekkingum merkja ekki endilega að það sem er rökstutt sé rangt.Er Guð til?Steindór vitnar í þrjár bækur eftir Bart D. Ehrman. 28 mars 2006 áttu sér stað rökræður á milli Ehrmans og Williams Lane Craig um spurninguna „Eru sagnfræðileg rök fyrir upprisu Jesú?" Handrit af rökræðunum má finna áhttp://www.holycross.edu/departments/crec/website/resurrdebate.htm.Það sem raunverulega er tekist á um í rökræðum Ehrmans og Craigs er spurningin um tilvist Guðs. Þeir sem afneita tilvist Guðs geta ekki samþykkt kraftaverk sem útskýringu á sögulegum atburði. Þegar Ehrman segir að engin sagnfræðileg rök séu til um upprisuna, er hann í raun að segja að upprisan sé ekki besta skýringin á þeim ummerkjum (e. evidence) sem við höfum, en ekki að það séu engin ummerki. Ehrman afneitar tilvist Guðs (eða efast stórlega) og getur því ekki samþykkt kraftaverk sem sögulegan atburð. Niðurstaða Ehrmans er því sú að það séu engin söguleg rök fyrir upprisu Jesú.A.m.k. fjögur sagnfræðileg rök blasa hins vegar við þeim sem samþykkir tilvist Guðs, nefnilega (1) greftrun Jesú, (2) tóm gröf, (3) Jesú birtist lærisveinum sínum upprisinn og loks (4) útskýring á sannfæringu lærisveina Jesú um upprisuna.Heimsendir og fjölskyldugildiSteindór vitnar í orð Ehrmans um að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og því hafi Hann ekkert kært sig um hefðbundin fjölskyldugildi og að alla síðustu öld hafi þetta verið sú mynd af Jesú sem meirihluti fræðimanna aðhylltist. Jesús sagði fyrir um endi þess heims sem við lifum í nú og umbreytingu yfir í annarsskonar heim. Hann er því vissulega „heimsendaspámaður" að mínu viti. Hvort Hann kærði sig ekkert um hefðbundin fjölskyldugildi fer bæði eftir því hvernig við skiljum boðskap Jesú og svo því hvað við flokkum sem hefðbundin fjölskyldugildi. Guðleysingi spyr Guð vitaskuld ekki að því hvaða fjölskyldugildi Guð hefur heldur leitar annað. Upphafspunktur guðleysingjans er ekki hjá Guði.Sá sem raunverulega trúir á tilvist Guðs skilur hins vegar að skilgreining á góðum fjölskyldugildum er ekki að finna í eigin ranni heldur hjá Guði, sem í upphafi hannaði bæði heiminn, hjónabandið og fjölskylduna. Kristinn maður reynir því að skilja fjölskyldugildi Guðs eftir bestu getu, að gera Guðs gildi að sínum eigin. Það er því við því að búast að ókristnir menn álíti Jesú hafa kært sig kollóttan um það sem þeir kalla hefðbundin fjölskyldugildi. Ef fjölskyldulíf fræðimanna eins og Paul Tillich bar að einhverju leyti vitni um hvað þeir álitu hefðbundin fjölskyldugildi er gott að þeir sáu Jesú ekki undirstrika þau. Þó að meirihluti fræðimanna sé á tiltekinni skoðun sannar það ekki að þeir hafi rétt fyrir sér eins og Ehrman bendir sjálfur á í rökræðum sínum við Craig (sjá bls. 19).Var Biblíunni breytt á fjórðu öld?Steindór vitnar svo í aðra bók eftir Ehrman þar sem segir „biblíuhandritunum var breytt." Þetta er einfaldlega ekki rétt, sjáhttp://www.agust.org/dvcisl.pdf. Það er tvennt sem er til umræðu hér. Annars vegar ásakanir um að einstökum bókum Biblíunnar hafi verið breytt, hins vegar það ferli að ákvarða hvaða bækur yrðu „inni" og hverjar „úti" þegar Nýja Testamentið var sett saman. Heimildir sýna að á fjórðu öld var einfaldlega staðfest það sem þegar hafði verið venja í yfir 200 ár hjá heilbrigðum kirkjum og leiðtogum þeirra. Það er tekið fram í íslensku biblíunni að seinustu vers Markúsarguðspjalls vantar í sum handrit. Það er enginn feluleikur hér. Ekkert mikilvægt í kristinni trú stendur né fellur með þessum versum né öðrum versum sem vantar í sum handrit.Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Mér var bent á grein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn (bls. 18), sem bar yfirskriftina „Viðheldur fáfræði kristninni?" Ég ætla ekki að mæla því bót að menn verji eða vinni að framgangi málstaðar með því að forðast tilteknar staðreyndir, eða með því að lifa gegn eigin sannfæringu. Enginn ætti að predika það sem hann trúir ekki innst inni. Þess finnast dæmi að fáfræði hafi viðhaldið kristni. Ég er hins vegar ósammála því að svo sé enn í dag fyrir hugsandi fólk sem kynnir sér málið. Það þarf einnig að hafa í huga að rök með blekkingum merkja ekki endilega að það sem er rökstutt sé rangt.Er Guð til?Steindór vitnar í þrjár bækur eftir Bart D. Ehrman. 28 mars 2006 áttu sér stað rökræður á milli Ehrmans og Williams Lane Craig um spurninguna „Eru sagnfræðileg rök fyrir upprisu Jesú?" Handrit af rökræðunum má finna áhttp://www.holycross.edu/departments/crec/website/resurrdebate.htm.Það sem raunverulega er tekist á um í rökræðum Ehrmans og Craigs er spurningin um tilvist Guðs. Þeir sem afneita tilvist Guðs geta ekki samþykkt kraftaverk sem útskýringu á sögulegum atburði. Þegar Ehrman segir að engin sagnfræðileg rök séu til um upprisuna, er hann í raun að segja að upprisan sé ekki besta skýringin á þeim ummerkjum (e. evidence) sem við höfum, en ekki að það séu engin ummerki. Ehrman afneitar tilvist Guðs (eða efast stórlega) og getur því ekki samþykkt kraftaverk sem sögulegan atburð. Niðurstaða Ehrmans er því sú að það séu engin söguleg rök fyrir upprisu Jesú.A.m.k. fjögur sagnfræðileg rök blasa hins vegar við þeim sem samþykkir tilvist Guðs, nefnilega (1) greftrun Jesú, (2) tóm gröf, (3) Jesú birtist lærisveinum sínum upprisinn og loks (4) útskýring á sannfæringu lærisveina Jesú um upprisuna.Heimsendir og fjölskyldugildiSteindór vitnar í orð Ehrmans um að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og því hafi Hann ekkert kært sig um hefðbundin fjölskyldugildi og að alla síðustu öld hafi þetta verið sú mynd af Jesú sem meirihluti fræðimanna aðhylltist. Jesús sagði fyrir um endi þess heims sem við lifum í nú og umbreytingu yfir í annarsskonar heim. Hann er því vissulega „heimsendaspámaður" að mínu viti. Hvort Hann kærði sig ekkert um hefðbundin fjölskyldugildi fer bæði eftir því hvernig við skiljum boðskap Jesú og svo því hvað við flokkum sem hefðbundin fjölskyldugildi. Guðleysingi spyr Guð vitaskuld ekki að því hvaða fjölskyldugildi Guð hefur heldur leitar annað. Upphafspunktur guðleysingjans er ekki hjá Guði.Sá sem raunverulega trúir á tilvist Guðs skilur hins vegar að skilgreining á góðum fjölskyldugildum er ekki að finna í eigin ranni heldur hjá Guði, sem í upphafi hannaði bæði heiminn, hjónabandið og fjölskylduna. Kristinn maður reynir því að skilja fjölskyldugildi Guðs eftir bestu getu, að gera Guðs gildi að sínum eigin. Það er því við því að búast að ókristnir menn álíti Jesú hafa kært sig kollóttan um það sem þeir kalla hefðbundin fjölskyldugildi. Ef fjölskyldulíf fræðimanna eins og Paul Tillich bar að einhverju leyti vitni um hvað þeir álitu hefðbundin fjölskyldugildi er gott að þeir sáu Jesú ekki undirstrika þau. Þó að meirihluti fræðimanna sé á tiltekinni skoðun sannar það ekki að þeir hafi rétt fyrir sér eins og Ehrman bendir sjálfur á í rökræðum sínum við Craig (sjá bls. 19).Var Biblíunni breytt á fjórðu öld?Steindór vitnar svo í aðra bók eftir Ehrman þar sem segir „biblíuhandritunum var breytt." Þetta er einfaldlega ekki rétt, sjáhttp://www.agust.org/dvcisl.pdf. Það er tvennt sem er til umræðu hér. Annars vegar ásakanir um að einstökum bókum Biblíunnar hafi verið breytt, hins vegar það ferli að ákvarða hvaða bækur yrðu „inni" og hverjar „úti" þegar Nýja Testamentið var sett saman. Heimildir sýna að á fjórðu öld var einfaldlega staðfest það sem þegar hafði verið venja í yfir 200 ár hjá heilbrigðum kirkjum og leiðtogum þeirra. Það er tekið fram í íslensku biblíunni að seinustu vers Markúsarguðspjalls vantar í sum handrit. Það er enginn feluleikur hér. Ekkert mikilvægt í kristinni trú stendur né fellur með þessum versum né öðrum versum sem vantar í sum handrit.Höfundur er tölvunarfræðingur.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun