Hvar er útboðið á tollkvótanum? Leifur Þórsson skrifar 1. ágúst 2007 05:00 Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar