Étur þorskur laxaseiði? 4. ágúst 2007 04:30 Þetta er skrifað fimmtudaginn 19. júlí 2007 þegar vikuleg laxasíða birtist í sjónvarpinu. Textavarpið segir okkur á síðu 355 að enn sem komið er sé veiðin á laxi í mörgum laxveiðiám aðeins brot af því sem hún var í fyrra og verri en allt sem menn hafa séð áður eða lengi. Samt geta göngur komið enn í sumar, sérstaklega ef rignir. Enn er von á laxi. Við lifum í voninni. Laxinn kemur. Margir hafa spurt greinarhöfund um orsakir á þessu ástandi og fer hluti skýringa hans hér á eftir, en þær eru getgátur. Laxaseiði fóru eðlilega til sjávar í fyrra vorið 2006 en þá mætti þeim aldrei þessu vant svangur þorskur í verulegu magni sem flúið hafði inn að ströndinn í leit að æti. Öll fyrri loðna er horfin vegna ofveiði og sjórinn dauður eins og skortur á sandsíli bendir til. Kríuvarp er víða lélegt vegna skorts á æti og lítið er af lunda í Vestmannaeyjum. Ungana vantar sandsíli þriðja árið í röð. Komast ekki upp vegna ætisskorts. Deyja úr hungri. Upp í hugann kemur frásögn af Noregi, þó nokkurra ára gömul. Þar safnaðist þorskur í torfur þar sem laxaseiðum var sleppt í sjó og hreinsaði þorskurinn þau upp. Svo mætti hann á réttum tíma næsta ár til að éta aftur laxaseiði. Þorskurinn hefur sitt vit. Lætin í togurunum eru stórum miklu meiri á miðunum en áður. Minna er um þorsk og þess vegna þurfa togararnir að hamast og hamast með trollið út um allan sjó til að fá sama afla og áður. Þeir æra þorskinn með hávaða og trollinu og hann flykkist upp í harða land til að sleppa. Þar eru laxaseiðin að ganga út úr ánum á vorin og halda sig oft nærri landi fram eftir sumri. Það sýna rannsóknir. Þarna kemst þorskurinn í æti og étur laxaseiði glorhungraður. Menn undrast það að tveggja ára lax er nánast horfinn. Hafa enga skýringu. Greinarhöfundur telur þetta stafa af veiðum á loðnu. Það er samhengi á milli mikilla loðnuveiða síðustu ár og minna og minna af tveggja ára laxi. Um leið og loðnuveiðar fóru að aukast verulega og stærri og stærri loðnunætur hreinsuðu loðnuna þá hrundi veiði á tveggja ára laxi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta er skrifað fimmtudaginn 19. júlí 2007 þegar vikuleg laxasíða birtist í sjónvarpinu. Textavarpið segir okkur á síðu 355 að enn sem komið er sé veiðin á laxi í mörgum laxveiðiám aðeins brot af því sem hún var í fyrra og verri en allt sem menn hafa séð áður eða lengi. Samt geta göngur komið enn í sumar, sérstaklega ef rignir. Enn er von á laxi. Við lifum í voninni. Laxinn kemur. Margir hafa spurt greinarhöfund um orsakir á þessu ástandi og fer hluti skýringa hans hér á eftir, en þær eru getgátur. Laxaseiði fóru eðlilega til sjávar í fyrra vorið 2006 en þá mætti þeim aldrei þessu vant svangur þorskur í verulegu magni sem flúið hafði inn að ströndinn í leit að æti. Öll fyrri loðna er horfin vegna ofveiði og sjórinn dauður eins og skortur á sandsíli bendir til. Kríuvarp er víða lélegt vegna skorts á æti og lítið er af lunda í Vestmannaeyjum. Ungana vantar sandsíli þriðja árið í röð. Komast ekki upp vegna ætisskorts. Deyja úr hungri. Upp í hugann kemur frásögn af Noregi, þó nokkurra ára gömul. Þar safnaðist þorskur í torfur þar sem laxaseiðum var sleppt í sjó og hreinsaði þorskurinn þau upp. Svo mætti hann á réttum tíma næsta ár til að éta aftur laxaseiði. Þorskurinn hefur sitt vit. Lætin í togurunum eru stórum miklu meiri á miðunum en áður. Minna er um þorsk og þess vegna þurfa togararnir að hamast og hamast með trollið út um allan sjó til að fá sama afla og áður. Þeir æra þorskinn með hávaða og trollinu og hann flykkist upp í harða land til að sleppa. Þar eru laxaseiðin að ganga út úr ánum á vorin og halda sig oft nærri landi fram eftir sumri. Það sýna rannsóknir. Þarna kemst þorskurinn í æti og étur laxaseiði glorhungraður. Menn undrast það að tveggja ára lax er nánast horfinn. Hafa enga skýringu. Greinarhöfundur telur þetta stafa af veiðum á loðnu. Það er samhengi á milli mikilla loðnuveiða síðustu ár og minna og minna af tveggja ára laxi. Um leið og loðnuveiðar fóru að aukast verulega og stærri og stærri loðnunætur hreinsuðu loðnuna þá hrundi veiði á tveggja ára laxi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar