Verð að fara að skora fyrir Breiðablik 4. ágúst 2007 05:30 Fanndís Friðriksdóttir reynir hér skot að marki á Evrópumótinu. Fréttablaðið/Daníel Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar. „Ég bjóst ekki við þessu en þetta er rosalega skemmtilegt. Það var æðislega gaman að fá að spila á heimavelli og vita af mömmu og pabba upp í stúku," sagði Fanndís en faðir hennar er fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Friðrik Friðriksson. Fanndís segist hafa skorað hjá pabba sínum. „Jú ég hef skorað oft hjá honum, það er svo auðvelt," sagði hún hlæjandi en það kom aldrei til greina hjá henni að fara í markið. „Nei, ég er virkilega léleg í marki," segir Fanndís. „Ég vil helst vera frammi. Ég er alltaf frammi hjá Breiðabliki en Óli þjálfari vildi hafa mig á hægri kantinum. Ég hafði ekki spilað þar síðan ég var lítil," segir Fanndís en þetta útspil landsliðsþjálfarans skilaði sér í þremur góðum mörkum. „Nú þarf maður að sanna sig ennþá meira. Ég verð líka að fara að setja hann fyrir Breiðablik því ég er bara búin að skora eitt mark í sumar. Ég var að hugsa að það myndi sennilega svínvirka að fara í landsliðstreyjuna undir Blikabúninginn," segir Fanndís í léttum tón. „Fanndís er geysilega fljót og fylgin sér en hraði hennar er hennar helsti styrkleiki. Hún á líka bjarta framtíð fyrir sér enda á hún tvö ár eftir í þessu 19 ára landsliði. Það er ekki slæmt afrek að verða markahæst þegar þú ert að spila tvö ár upp fyrir þig," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðsins. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar. „Ég bjóst ekki við þessu en þetta er rosalega skemmtilegt. Það var æðislega gaman að fá að spila á heimavelli og vita af mömmu og pabba upp í stúku," sagði Fanndís en faðir hennar er fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Friðrik Friðriksson. Fanndís segist hafa skorað hjá pabba sínum. „Jú ég hef skorað oft hjá honum, það er svo auðvelt," sagði hún hlæjandi en það kom aldrei til greina hjá henni að fara í markið. „Nei, ég er virkilega léleg í marki," segir Fanndís. „Ég vil helst vera frammi. Ég er alltaf frammi hjá Breiðabliki en Óli þjálfari vildi hafa mig á hægri kantinum. Ég hafði ekki spilað þar síðan ég var lítil," segir Fanndís en þetta útspil landsliðsþjálfarans skilaði sér í þremur góðum mörkum. „Nú þarf maður að sanna sig ennþá meira. Ég verð líka að fara að setja hann fyrir Breiðablik því ég er bara búin að skora eitt mark í sumar. Ég var að hugsa að það myndi sennilega svínvirka að fara í landsliðstreyjuna undir Blikabúninginn," segir Fanndís í léttum tón. „Fanndís er geysilega fljót og fylgin sér en hraði hennar er hennar helsti styrkleiki. Hún á líka bjarta framtíð fyrir sér enda á hún tvö ár eftir í þessu 19 ára landsliði. Það er ekki slæmt afrek að verða markahæst þegar þú ert að spila tvö ár upp fyrir þig," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðsins.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira