Samgöngur við Eyjar 14. ágúst 2007 05:15 Í júní á síðasta ári skilaði starfshópur þáverandi samgönguráðherra skýrslu um samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópurinn gerði að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Starfshópnum var meðal annars falið að gera úttekt á möguleikanum á því að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. Hópurinn komst að þessari niðurstöðu varðandi jarðgöng: Raunhæfar kostnaðartölur, sem fram hafa komið varðandi gerð vegtengingar milli lands og Vestmannaeyja, er á bilinu 40-70 milljarðar króna. Þótt farið væri í auknar rannsóknir, meðal annars kjarnaboranir, mundu þær rannsóknir ekki breyta nákvæmni kostnaðaráætlana þannig að kostnaðartölur færu undir 40 milljarða króna. Þá er eftir að reikna með rekstrarkostnaði ganganna en samkvæmt skýrslu Línuhönnunar og Mott MacDonald, sem skilað var haustið 2003, var rekstrarkostnaður jarðganga milli lands og Eyja áætlaður um 200 m. kr. ári. Með vísan til þessa telur starfshópurinn ekki réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir við að skoða möguleikann á gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja."ÆgisdyrÍ starfshópi þessum sat Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður Ægisdyra, sem nú saka ríkisstjórnina um að hafa svikið Eyjamenn. Ingi Sigurðsson gerði engan fyrirvara við ofangreinda tilvitnun og raunar skýrsluna alla. Hann sat ekki hjá við afgreiðslu hennar, bókaði ekki mótmæli, skilaði ekki séráliti heldur skrifaði undir skýrsluna. Ingi taldi ekki réttlætanlegt að leggja til að farið yrði í frekari rannsóknir fyrir 14 mánuðum en telur nú að ríkisstjórnin hafi svikið Eyjamenn vegna þess að hún fór að ráðum hans. Allir sjá að þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Hann er óvandaður og þarfnast skýringa. Ásakanir um svik eru gífuryrði sem standast ekki. Það voru allir sammála um fyrir síðustu kosningar að ljúka bæri rannsóknum á jarðlögum enda töldu menn að kostnaður við þær væri á bilinu 20 til 50 milljónir. Allir biðu eftir skýrslu verkfræðistofunnar VST með óháðu kostnaðarmati á rannsóknum annars vegar og gangagerð hins vegar til þess að unnt væri að meta næstu skref. Kostnaður við gangagerð er svo hár að fjáraustur í rannsóknir, sem gætu kostað hátt í þrjú hundruð milljónir, er ekki forsvaranlegur. Staðreyndir málsinsHlutverk VST var að fara yfir þau gögn sem fyrir liggja um málið og koma með hlutlaust kostnaðarmat. Það var það sem stofan gerði og nú liggur niðurstaðan fyrir. Kostnaður við jarðgöng er á bilinu 50 til 80 milljarðar og frekari rannsóknir gætu hugsanlega lækkað þennan kostnað um tíu prósent. Þess vegna var sú ákvörðun tekin af ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að vera að ráðist verði í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtímaáætlunum ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút sem kominn var í viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu þrjú árin. Og þess vegna er það lífsnauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli Eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að þremur árum liðnum en til þess að svo verði verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfaldrar búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margra ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er meginniðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök.Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó. Slíkur málflutningur heldur ekki vatni.Höfundur er aðstoðarmaður samgönguráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í júní á síðasta ári skilaði starfshópur þáverandi samgönguráðherra skýrslu um samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópurinn gerði að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Starfshópnum var meðal annars falið að gera úttekt á möguleikanum á því að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. Hópurinn komst að þessari niðurstöðu varðandi jarðgöng: Raunhæfar kostnaðartölur, sem fram hafa komið varðandi gerð vegtengingar milli lands og Vestmannaeyja, er á bilinu 40-70 milljarðar króna. Þótt farið væri í auknar rannsóknir, meðal annars kjarnaboranir, mundu þær rannsóknir ekki breyta nákvæmni kostnaðaráætlana þannig að kostnaðartölur færu undir 40 milljarða króna. Þá er eftir að reikna með rekstrarkostnaði ganganna en samkvæmt skýrslu Línuhönnunar og Mott MacDonald, sem skilað var haustið 2003, var rekstrarkostnaður jarðganga milli lands og Eyja áætlaður um 200 m. kr. ári. Með vísan til þessa telur starfshópurinn ekki réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir við að skoða möguleikann á gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja."ÆgisdyrÍ starfshópi þessum sat Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður Ægisdyra, sem nú saka ríkisstjórnina um að hafa svikið Eyjamenn. Ingi Sigurðsson gerði engan fyrirvara við ofangreinda tilvitnun og raunar skýrsluna alla. Hann sat ekki hjá við afgreiðslu hennar, bókaði ekki mótmæli, skilaði ekki séráliti heldur skrifaði undir skýrsluna. Ingi taldi ekki réttlætanlegt að leggja til að farið yrði í frekari rannsóknir fyrir 14 mánuðum en telur nú að ríkisstjórnin hafi svikið Eyjamenn vegna þess að hún fór að ráðum hans. Allir sjá að þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Hann er óvandaður og þarfnast skýringa. Ásakanir um svik eru gífuryrði sem standast ekki. Það voru allir sammála um fyrir síðustu kosningar að ljúka bæri rannsóknum á jarðlögum enda töldu menn að kostnaður við þær væri á bilinu 20 til 50 milljónir. Allir biðu eftir skýrslu verkfræðistofunnar VST með óháðu kostnaðarmati á rannsóknum annars vegar og gangagerð hins vegar til þess að unnt væri að meta næstu skref. Kostnaður við gangagerð er svo hár að fjáraustur í rannsóknir, sem gætu kostað hátt í þrjú hundruð milljónir, er ekki forsvaranlegur. Staðreyndir málsinsHlutverk VST var að fara yfir þau gögn sem fyrir liggja um málið og koma með hlutlaust kostnaðarmat. Það var það sem stofan gerði og nú liggur niðurstaðan fyrir. Kostnaður við jarðgöng er á bilinu 50 til 80 milljarðar og frekari rannsóknir gætu hugsanlega lækkað þennan kostnað um tíu prósent. Þess vegna var sú ákvörðun tekin af ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að vera að ráðist verði í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtímaáætlunum ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút sem kominn var í viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu þrjú árin. Og þess vegna er það lífsnauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli Eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að þremur árum liðnum en til þess að svo verði verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfaldrar búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margra ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er meginniðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök.Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó. Slíkur málflutningur heldur ekki vatni.Höfundur er aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar