Færanleg lögreglustöð 20. ágúst 2007 07:00 Sá sem býr í miðborg veit að þar er ýmislegt öðruvísi en í úthverfum. Sumt betra. Annað verra. Aðeins eitt er óþolandi og það er að búa á svæði þar sem löggan hefur gefist upp á að framfylgja landslögum. Með lögum skal land byggja - nema miðborg Reykjavíkur. Ekkert er ánægjulegra í augum þeirra sem búa í miðborginni en að sjá þúsundir samankomnar á fallegum degi eða kvöldi og gildir þá einu hvort um er að ræða fyrsta maí-hátíðahöld, gleðigöngu, menningarnótt eða eitthvað allt annað. Hingað eru allir velkomnir hvort sem er að nóttu eða degi sem semja sig að siðaðra manna háttum og þeim lögum sem gilda fyrir alla landsmenn án tillits til hvort þeir búa í 101 eða í Grímsey. Miðbæjarrotturnar hegða sér skikkanlega í öðrum byggðarlögum. Ef við förum til dæmis til Hafnarfjarðar dettur okkur ekki í hug að ráðast þar á fólk með hnífum, hnefum, spörkum eða bareflum jafnvel þótt það verði á vegi okkar. Við mígum ekki á búðarglugga í Kópavogi, kúkum ekki í húsagarða í Garðabæ, brjótum ekki rúður í Mosfellsbæ og stöndum ekki öskrandi fyrir utan hús sofandi Seltirninga. Samt eru íbúar miðborgarinnar nákvæmlega eins og annað fólk. Sumir drekka mikið en sjaldan, sumir lítið og oft en sumir aldrei; sumir eru háværir, aðrir kyrrlátir. Allar miðbæjarrotturnar vita að óhjákvæmilegt er að hegða sér siðsamlega og fara eftir lögum og reglum. Annars kemur lögreglan og stingur manni í steininn. Alls staðar - nema í hverfinu okkar, miðborginni. Þar geta allir hegðað sér eins og svín. Það vita allir. Þar er engin lögregla. Ekki frekar en í Ódáðahrauni. Nú skilst manni að ráða eigi bót á þessu. Lögreglan telur að til þess að friða miðborgina fyrir skrílslátum sé nauðsynlegt að kaupa færanlega lögreglustöð, sennilega til að geta elt óróaseggina uppi án þess að yfirgefa stöðina. Kannski er hægt að fjármagna færanlega lögreglustöð með peningunum sem spöruðust við að loka einu lögreglustöðinni í miðbænum fyrir fáum árum. Hún var náttúrlega ekki færanleg og kom því ekki að neinum notum. Hvernig væri að prófa að nota færanlega lögreglumenn þar til færanlega lögreglustöðin kemur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Sá sem býr í miðborg veit að þar er ýmislegt öðruvísi en í úthverfum. Sumt betra. Annað verra. Aðeins eitt er óþolandi og það er að búa á svæði þar sem löggan hefur gefist upp á að framfylgja landslögum. Með lögum skal land byggja - nema miðborg Reykjavíkur. Ekkert er ánægjulegra í augum þeirra sem búa í miðborginni en að sjá þúsundir samankomnar á fallegum degi eða kvöldi og gildir þá einu hvort um er að ræða fyrsta maí-hátíðahöld, gleðigöngu, menningarnótt eða eitthvað allt annað. Hingað eru allir velkomnir hvort sem er að nóttu eða degi sem semja sig að siðaðra manna háttum og þeim lögum sem gilda fyrir alla landsmenn án tillits til hvort þeir búa í 101 eða í Grímsey. Miðbæjarrotturnar hegða sér skikkanlega í öðrum byggðarlögum. Ef við förum til dæmis til Hafnarfjarðar dettur okkur ekki í hug að ráðast þar á fólk með hnífum, hnefum, spörkum eða bareflum jafnvel þótt það verði á vegi okkar. Við mígum ekki á búðarglugga í Kópavogi, kúkum ekki í húsagarða í Garðabæ, brjótum ekki rúður í Mosfellsbæ og stöndum ekki öskrandi fyrir utan hús sofandi Seltirninga. Samt eru íbúar miðborgarinnar nákvæmlega eins og annað fólk. Sumir drekka mikið en sjaldan, sumir lítið og oft en sumir aldrei; sumir eru háværir, aðrir kyrrlátir. Allar miðbæjarrotturnar vita að óhjákvæmilegt er að hegða sér siðsamlega og fara eftir lögum og reglum. Annars kemur lögreglan og stingur manni í steininn. Alls staðar - nema í hverfinu okkar, miðborginni. Þar geta allir hegðað sér eins og svín. Það vita allir. Þar er engin lögregla. Ekki frekar en í Ódáðahrauni. Nú skilst manni að ráða eigi bót á þessu. Lögreglan telur að til þess að friða miðborgina fyrir skrílslátum sé nauðsynlegt að kaupa færanlega lögreglustöð, sennilega til að geta elt óróaseggina uppi án þess að yfirgefa stöðina. Kannski er hægt að fjármagna færanlega lögreglustöð með peningunum sem spöruðust við að loka einu lögreglustöðinni í miðbænum fyrir fáum árum. Hún var náttúrlega ekki færanleg og kom því ekki að neinum notum. Hvernig væri að prófa að nota færanlega lögreglumenn þar til færanlega lögreglustöðin kemur?
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun