Gio er leynivopn Franks Rijkaard 3. september 2007 08:30 Giovanni dos Santos stóð sig frábærlega með Barcelona á undirbúningstímabilinu. AFP Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu. Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu.
Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira