Jimmy Carter var skelfilegur forseti 14. janúar 2007 17:35 Jimmy Carter og Gerald Ford takast á í sjónvarpskappræðum fyrir forsetakosningarnar þar sem Carter rúllaði Ford upp. MYND/AP Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var borinn til grafar við hátíðlega athöfn, á dögunum. Margt manna var við útförina og þeir báru mikið lofsorð á þennan eina forseta landsins sem aldrei var kjörinn í embætti. Gerald Ford talaði hinsvegar ekki sérstaklega hlýlega um starfsbræður sína, fyrr og síðar. Á þeim tuttugu og fimm árum sem liðu frá því hann stóð upp úr forsetastólnum og þartil hans lést, veitti hann blaðinu Grand Rapids Press, í Michigan mörg opinská viðtöl. Skilyrðið var að þau yrðu ekki birt fyrr en að honum látnum. Það er kannski skiljanlegt, því það var ekki allt fallegt sem hann sagði. Um Jimmy Carter sagði Ford að hann hefði verið skelfilegur forseti. Hann hefði verið stórslys fyrir landið í efnahagsmálum og innanríkismálum. Ford sagðist hafa sagt það oftar en einusinni að Carter hefði verið versti forseti Bandaríkjanna í sinni lífstíð. Um John Kennedy sagði Ford að hann hefði verið ofmetinn og um Bill Clinton að hann hefði verið svona miðlungs forseti. Ford var líka argur út í Ronald Reagan og taldi að honum hefði verið eignaður alltof mikill heiður af hruni Sovétríkjanna. Hann taldi að eigin hlutur í samningunum sem leiddu til Helsinki sáttmálans hefði verið mikilvægari en það sem Reagan gerði. Ford vildi ekki tjá sig um George W. Bush, þar sem hann þekkti hann of litið. Honum lá þó ekki illt orð til allra. Hann sagði að Richard Nixon hefði verið meistari í utanríkismálum og George Bush eldri hefði haldið vel á málum í fyrri innrásinni í Írak. Ford taldi svo Dwight D. Einsenhower besta forseta landsins í sinni lífstíð. Erlent Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var borinn til grafar við hátíðlega athöfn, á dögunum. Margt manna var við útförina og þeir báru mikið lofsorð á þennan eina forseta landsins sem aldrei var kjörinn í embætti. Gerald Ford talaði hinsvegar ekki sérstaklega hlýlega um starfsbræður sína, fyrr og síðar. Á þeim tuttugu og fimm árum sem liðu frá því hann stóð upp úr forsetastólnum og þartil hans lést, veitti hann blaðinu Grand Rapids Press, í Michigan mörg opinská viðtöl. Skilyrðið var að þau yrðu ekki birt fyrr en að honum látnum. Það er kannski skiljanlegt, því það var ekki allt fallegt sem hann sagði. Um Jimmy Carter sagði Ford að hann hefði verið skelfilegur forseti. Hann hefði verið stórslys fyrir landið í efnahagsmálum og innanríkismálum. Ford sagðist hafa sagt það oftar en einusinni að Carter hefði verið versti forseti Bandaríkjanna í sinni lífstíð. Um John Kennedy sagði Ford að hann hefði verið ofmetinn og um Bill Clinton að hann hefði verið svona miðlungs forseti. Ford var líka argur út í Ronald Reagan og taldi að honum hefði verið eignaður alltof mikill heiður af hruni Sovétríkjanna. Hann taldi að eigin hlutur í samningunum sem leiddu til Helsinki sáttmálans hefði verið mikilvægari en það sem Reagan gerði. Ford vildi ekki tjá sig um George W. Bush, þar sem hann þekkti hann of litið. Honum lá þó ekki illt orð til allra. Hann sagði að Richard Nixon hefði verið meistari í utanríkismálum og George Bush eldri hefði haldið vel á málum í fyrri innrásinni í Írak. Ford taldi svo Dwight D. Einsenhower besta forseta landsins í sinni lífstíð.
Erlent Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira