Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn 15. janúar 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir. Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir.
Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira