Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið 28. janúar 2007 12:15 Eiður Smári hefur mátt þola að vera á eftir Javier Saviola í goggunarröðinni hjá Barcelona upp á síðkastið. MYND/Getty Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira