Snjóþungt víða um Evrópu 8. febrúar 2007 19:45 Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Umferð hefur gengið hægt og illa víða á Bretlandseyjum í dag vegna snjóþyngsla. Fjölda flugvalla var lokað um tíma. Vél Iceland Express til Stansted-flugvallar í Lundúnum var beint til Manchester en síðan flogið á áfangastað rétt fyrir hádegi. Við það tafðist síðdegisflug félagsins til Englands. British Airways aflýsti ferðum sínum hingað og héðan í dag. Ekki hafa þó orðið tafir á ferðum Icelandair til og frá Heathrow. Lestarferðir á Bretlandseyjum hafa tafist og hefur lögregla hvatt Breta til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Fjölmörgum skólum var lokað í dag og spáð allt að fimmtán sentímetra jafnföllnum snjó víða. Þegar úrkoma kemur Íslendingum á óvart í byrjun vetrar hvert ár bölva ökumenn samferðamönnum sínum oft og segja þá varla kunna að aka í snjó. Ástandið virðist lítið betra í Bretlandi þegar snjóar. Dominic McLeman hjá breska vegaeftirlitinu segir að sjaldnast snjói á Bretlandi og því séu úrræði fá og tæki af skornum skammti. Hann telur fólk ekki vant að aka í svona veðri og því ekki nægilega vakandi. Fólk telji einfaldlega að það geti ekið um miðjan vetur eins og á sumardegi." En það snjóaði ótæpilega víðar en á Bretlandseyjum í dag. Í Hollandi var fannfergið sem aldrei fyrr. Umferðaröngþveiti skapaðist og lestarferðir lágu niðri. Víðar var allt að tíu sentímetra jafnfallinn snjór. Í Belgíu snjóaði ekki síður. Á meðan aðrir reyndu að berja sér leið til vinnu stöldruðu aðrir við og tóku myndir. Mustaffa er borgarstarfsmaður í Brussel. Hann segir þetta óskaveður barna. Þau komi með foreldrum sínum eða kennurum í garða og leiki sér og skemmti. Það geri þeim gott. Það sé vissulega kalt en fólk ætti ekki að kvarta yfir veðrinu. Þegar heitt sé í veðri kvarti fólk yfir hitanum, þegar það sé kalt kvarti það yfir kuldanum og þegar rigni fari það ekki að heiman. Réttast sé að njóta allra árstíðanna. Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Umferð hefur gengið hægt og illa víða á Bretlandseyjum í dag vegna snjóþyngsla. Fjölda flugvalla var lokað um tíma. Vél Iceland Express til Stansted-flugvallar í Lundúnum var beint til Manchester en síðan flogið á áfangastað rétt fyrir hádegi. Við það tafðist síðdegisflug félagsins til Englands. British Airways aflýsti ferðum sínum hingað og héðan í dag. Ekki hafa þó orðið tafir á ferðum Icelandair til og frá Heathrow. Lestarferðir á Bretlandseyjum hafa tafist og hefur lögregla hvatt Breta til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Fjölmörgum skólum var lokað í dag og spáð allt að fimmtán sentímetra jafnföllnum snjó víða. Þegar úrkoma kemur Íslendingum á óvart í byrjun vetrar hvert ár bölva ökumenn samferðamönnum sínum oft og segja þá varla kunna að aka í snjó. Ástandið virðist lítið betra í Bretlandi þegar snjóar. Dominic McLeman hjá breska vegaeftirlitinu segir að sjaldnast snjói á Bretlandi og því séu úrræði fá og tæki af skornum skammti. Hann telur fólk ekki vant að aka í svona veðri og því ekki nægilega vakandi. Fólk telji einfaldlega að það geti ekið um miðjan vetur eins og á sumardegi." En það snjóaði ótæpilega víðar en á Bretlandseyjum í dag. Í Hollandi var fannfergið sem aldrei fyrr. Umferðaröngþveiti skapaðist og lestarferðir lágu niðri. Víðar var allt að tíu sentímetra jafnfallinn snjór. Í Belgíu snjóaði ekki síður. Á meðan aðrir reyndu að berja sér leið til vinnu stöldruðu aðrir við og tóku myndir. Mustaffa er borgarstarfsmaður í Brussel. Hann segir þetta óskaveður barna. Þau komi með foreldrum sínum eða kennurum í garða og leiki sér og skemmti. Það geri þeim gott. Það sé vissulega kalt en fólk ætti ekki að kvarta yfir veðrinu. Þegar heitt sé í veðri kvarti fólk yfir hitanum, þegar það sé kalt kvarti það yfir kuldanum og þegar rigni fari það ekki að heiman. Réttast sé að njóta allra árstíðanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira