Stefán og Hannes í Silfrinu 23. febrúar 2007 13:33 Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun
Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi.