Útgáfu Fjármálatíðinda Seðlabankans hætt 1. mars 2007 22:09 Seðlabanki Íslands. MYND/GVA Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. Í ritinu birtust jafnframt inngangsorð bankastjórnar og talnalegar upplýsingar um efnahagsmál. Með tímanum jókst hins vegar vægi fræðigreina og ritið varð á endanum sérhæft vísindarit með ritrýndum greinum um hagfræðileg efni. Þetta gerðist ekki síst vegna þess að Seðlabankinn hóf útgáfu Peningamála árið 1999 sem tóku meðal annars að stórum hluta við fyrra hlutverki Fjármálatíðinda. Því breyttust for¬sendurnar fyrir útgáfu Fjármálatíðinda. Íslenskir fræðimenn skrifa nú gjarnan rannsóknarritgerðir á ensku með það fyrir augum að þær birtist í alþjóðlegum vísindaritum. Þótt útgáfu Fjármálatíðinda verði hætt ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að koma á framfæri rannsóknum sem tengjast sérstaklega íslenskum efnahagsmálum og ekki eru taldar eiga erindi í alþjóðleg vísindarit. Auk vefrita háskólastofnana og annarra sem nú stunda hagfræðilegar rannsóknir á Íslandi gætu greinar um slíkar rannsóknir birst í vinnugreinaröðum Seðlabankans. Meðal annars með hliðsjón af framansögðu telur bankastjórn ekki lengur þörf fyrir útgáfu fræðilegs rits á borð við Fjármálatíðindi á vegum bankans. Bankastjórn Seðlabankans þakkar þeim sem hafa sent greinar til birtingar í Fjármálatíðindum og þeim sem hafa starfað að útgáfu þess í áranna rás. Sérstakar þakkir fá fyrrverandi ritstjórar, Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Valdimar Kristinsson og Stefán Jóhann Stefánsson, og ritnefndarmenn, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason, Sigurður Snævarr, Tryggvi Þór Herbertsson og Þórarinn G. Pétursson. Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. Í ritinu birtust jafnframt inngangsorð bankastjórnar og talnalegar upplýsingar um efnahagsmál. Með tímanum jókst hins vegar vægi fræðigreina og ritið varð á endanum sérhæft vísindarit með ritrýndum greinum um hagfræðileg efni. Þetta gerðist ekki síst vegna þess að Seðlabankinn hóf útgáfu Peningamála árið 1999 sem tóku meðal annars að stórum hluta við fyrra hlutverki Fjármálatíðinda. Því breyttust for¬sendurnar fyrir útgáfu Fjármálatíðinda. Íslenskir fræðimenn skrifa nú gjarnan rannsóknarritgerðir á ensku með það fyrir augum að þær birtist í alþjóðlegum vísindaritum. Þótt útgáfu Fjármálatíðinda verði hætt ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að koma á framfæri rannsóknum sem tengjast sérstaklega íslenskum efnahagsmálum og ekki eru taldar eiga erindi í alþjóðleg vísindarit. Auk vefrita háskólastofnana og annarra sem nú stunda hagfræðilegar rannsóknir á Íslandi gætu greinar um slíkar rannsóknir birst í vinnugreinaröðum Seðlabankans. Meðal annars með hliðsjón af framansögðu telur bankastjórn ekki lengur þörf fyrir útgáfu fræðilegs rits á borð við Fjármálatíðindi á vegum bankans. Bankastjórn Seðlabankans þakkar þeim sem hafa sent greinar til birtingar í Fjármálatíðindum og þeim sem hafa starfað að útgáfu þess í áranna rás. Sérstakar þakkir fá fyrrverandi ritstjórar, Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Valdimar Kristinsson og Stefán Jóhann Stefánsson, og ritnefndarmenn, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason, Sigurður Snævarr, Tryggvi Þór Herbertsson og Þórarinn G. Pétursson.
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði