Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Lovísa Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2025 11:02 Myndin sýnir að staða sólar var á móti akstursstefnu ökumanns Toyota Land Cruiser 90 bifreiðarinnar. Mynd tekin daginn eftir, á sama tíma dags og slysið varð (9. mars 2025 klukkan 9). Skýjahula var svipuð. RNSA Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra. Skýrsla RNSA var birt í dag. Í skýrslunni kemur einnig fram að staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést. Sól hafi verið lág á lofti og á móti akstursstefnu hans. Vegurinn hafi verið þakinn snjó og það aukið á birtustigið og því líkur á að staða sólar hafi haft áhrif á útsýn hans. Þá kemur einnig fram að báðir bílar hafi verið búnir að tapa styrk vegna tæringar og að það kunni að hafa aukið á áverka beggja ökumanna í slysinu. Bíll ökumannsins sem lést hafði ekki verið skoðaður frá 2019 og hafði bílnúmer bílsins verið lagt inn hjá skoðunarstofu og átti bíllinn því ekki að vera í umferð. Um var að ræða Land Cruiser 90 af árgerð 1996. Hinn bíllinn var Land Cruiser 120 af árgerð 2004. Bílbelti og akstur í sól Í skýrslu RNSA eru lagðar fram tvær mikilvægar ábendingar til ökumanna. Annars vegar um notkun öryggisbelta og hins vegar um akstur á móti sól sem er lágt á lofti. RNSA brýnir fyrir ökumönnum og farþegum mikilvægi þess að nota alltaf bílbelti, sama hvort um ræði stuttar eða langar bílferðir. Loftpúðar geti skaðað ökumenn og farþega séu þeir ekki í bílbeltum. Þá brýnir nefndin einnig fyrir ökumönnum að aka varlega og með fulla athygli í akstrinum þegar útsýn er skert vegna lágrar stöðu sólar á móti akstursstefnu. Myndin sýnir kort af svæðinu í kringum slysstað. Réttvísandi staðsetning sólar var 113,1° (myndin er af vef suncalc.org með skýringum RNSA).RNSA Í skýrslu RNSA kemur fram að Toyota Land Cruiser 90 fólksbifreið hafi verið ekið Hrunaveg til austurs. Á sama tíma hafi Toyota Land Cruiser 120 fólksbifreið verið ekið Hrunaveg í gagnstæða átt, til vesturs. Toyota Land Cruiser 90 bifreiðinni hafi verið ekið á gagnstæðum vegarhelming á móti sólinni og ökumaður hinnar bifreiðarinnar beygt til vinstri til að reyna að forðast árekstur en þó ekki komist hjá því að framhlutar bifreiðanna hafi rekist saman. Við þennan árekstur hafi Toyota Land Cruiser 90 bifreiðin snúist um 180 gráður og stöðvaðist samhliða Toyota Land Cruiser 120 bifreiðinni. Ökumaður Land Cruiser 90 bifreiðarinnar lést vegna fjöláverka. Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 09:05 og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar tilkynnti Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið klukkan 09:38. Bílarnir voru báðir óökuhæfir eftir áreksturinn. RNSA Bílinn skráður úr umferð Í skýrslunni segir að eftir áreksturinn hafi báðir bílar verið óökuhæfir. Land Cruiser 90-bifreiðin hafi verið skoðuð 2019 en átti að vera skoðuð síðast í júlí 2024. Í ökutækjaskrá voru númeraplötur bifreiðarinnar skráðar í innlögn hjá skoðunarstofu og ökutækið skráð úr umferð. Bíllinn var á ónegldum vetrarhjólbörðum. Hinn bíllinn var með gilda skoðun og var sömuleiðis á ónegldum vetrarhjólbörðum. Vegna aldurs beggja bifreiðanna var ekki hægt að sækja upplýsingar úr tölvu þeirra um ökuhraða. 70 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á ökumönnunum var neikvæð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Samgönguslys Umferð Færð á vegum Hrunamannahreppur Umferðaröryggi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Skýrsla RNSA var birt í dag. Í skýrslunni kemur einnig fram að staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést. Sól hafi verið lág á lofti og á móti akstursstefnu hans. Vegurinn hafi verið þakinn snjó og það aukið á birtustigið og því líkur á að staða sólar hafi haft áhrif á útsýn hans. Þá kemur einnig fram að báðir bílar hafi verið búnir að tapa styrk vegna tæringar og að það kunni að hafa aukið á áverka beggja ökumanna í slysinu. Bíll ökumannsins sem lést hafði ekki verið skoðaður frá 2019 og hafði bílnúmer bílsins verið lagt inn hjá skoðunarstofu og átti bíllinn því ekki að vera í umferð. Um var að ræða Land Cruiser 90 af árgerð 1996. Hinn bíllinn var Land Cruiser 120 af árgerð 2004. Bílbelti og akstur í sól Í skýrslu RNSA eru lagðar fram tvær mikilvægar ábendingar til ökumanna. Annars vegar um notkun öryggisbelta og hins vegar um akstur á móti sól sem er lágt á lofti. RNSA brýnir fyrir ökumönnum og farþegum mikilvægi þess að nota alltaf bílbelti, sama hvort um ræði stuttar eða langar bílferðir. Loftpúðar geti skaðað ökumenn og farþega séu þeir ekki í bílbeltum. Þá brýnir nefndin einnig fyrir ökumönnum að aka varlega og með fulla athygli í akstrinum þegar útsýn er skert vegna lágrar stöðu sólar á móti akstursstefnu. Myndin sýnir kort af svæðinu í kringum slysstað. Réttvísandi staðsetning sólar var 113,1° (myndin er af vef suncalc.org með skýringum RNSA).RNSA Í skýrslu RNSA kemur fram að Toyota Land Cruiser 90 fólksbifreið hafi verið ekið Hrunaveg til austurs. Á sama tíma hafi Toyota Land Cruiser 120 fólksbifreið verið ekið Hrunaveg í gagnstæða átt, til vesturs. Toyota Land Cruiser 90 bifreiðinni hafi verið ekið á gagnstæðum vegarhelming á móti sólinni og ökumaður hinnar bifreiðarinnar beygt til vinstri til að reyna að forðast árekstur en þó ekki komist hjá því að framhlutar bifreiðanna hafi rekist saman. Við þennan árekstur hafi Toyota Land Cruiser 90 bifreiðin snúist um 180 gráður og stöðvaðist samhliða Toyota Land Cruiser 120 bifreiðinni. Ökumaður Land Cruiser 90 bifreiðarinnar lést vegna fjöláverka. Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 09:05 og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar tilkynnti Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið klukkan 09:38. Bílarnir voru báðir óökuhæfir eftir áreksturinn. RNSA Bílinn skráður úr umferð Í skýrslunni segir að eftir áreksturinn hafi báðir bílar verið óökuhæfir. Land Cruiser 90-bifreiðin hafi verið skoðuð 2019 en átti að vera skoðuð síðast í júlí 2024. Í ökutækjaskrá voru númeraplötur bifreiðarinnar skráðar í innlögn hjá skoðunarstofu og ökutækið skráð úr umferð. Bíllinn var á ónegldum vetrarhjólbörðum. Hinn bíllinn var með gilda skoðun og var sömuleiðis á ónegldum vetrarhjólbörðum. Vegna aldurs beggja bifreiðanna var ekki hægt að sækja upplýsingar úr tölvu þeirra um ökuhraða. 70 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á ökumönnunum var neikvæð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Umferð Færð á vegum Hrunamannahreppur Umferðaröryggi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira