Færð á vegum

Fréttamynd

Strætó enn á eftir á­ætlun en opnun hring­vegarins í vinnslu

Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi.

Innlent
Fréttamynd

Telur að of mikil salt­notkun geri moksturinn enn erfiðari

Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni.

Innlent
Fréttamynd

„Því miður er verk­lagið þannig“

Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri.

Innlent
Fréttamynd

Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri

Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með flug­hálum vegum

Það mun hlýna í nótt og á morgun og um tíma verða margir vegir flughálir þegar blotnar í þjöppuðum snjónum. Reiknað er með að hláni strax í kvöld suðaustanlands.

Innlent
Fréttamynd

Hálka á höfuð­borgar­svæðinu og Hellis­heiði

Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Innlent
Fréttamynd

Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir

Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag.

Veður
Fréttamynd

Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi

Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima.

Veður
Fréttamynd

Snjó­koman rétt að byrja

Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir.

Innlent
Fréttamynd

Víða vetrarfærð, Fjarðar­heiði lokuð og björgunar­sveitir að­stoða fólk í föstum bílum

Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað.

Innlent
Fréttamynd

Varað við hálku á Hellis­heiði

Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi.

Innlent
Fréttamynd

Hæg breyti­leg átt og dá­lítil væta

Hæð er yfir bæði Grænlandi og Bretlandi og milli þeirra er hæðarhryggur, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Hann segir að líkt og gjarnan fylgi háum loftþrýstingi sé hægur vindur á landinu en suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu á bæði Vestfjörðum og Ströndum. Vestan- og sunnanlands blási röku lofti af hafi og því verður skýjað og víða súld þar, en norðan- og austantil er að mestu leyti léttskýjað.

Veður
Fréttamynd

Vindur fyrir norðan og rigning og þoku­súld vestan­lands

Í dag gengur í suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu um norðanvert landið en vindur verður mun hægari sunnan heiða samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Það má samkvæmt hugleiðingum búast við þokusúld eða rigningu, einkum vestanlands, en það verður þurrt og bjart austantil á landinu. Hiti verður líklega á bilinu átta til 16 stig, hlýjast eystra.

Veður
Fréttamynd

Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun

Grunn lægð fer austur fyrir norðan land í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar fylgir henni ákveðin vestlæg átt og rigning. Búast má við dálítilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi seinnipartinn. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Rigning eða súld um landið allt

Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, hvassast við suðurströndina. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að grunn smálægð komi til landsins skammt norður af Húnaflóa. Það verður dálítil rigning eða súld um landið vestanvert og síðdegisskúrir austantil. Hiti verður á bilinu sjö til 16 stig, hlýjast fyrir austan.

Veður
Fréttamynd

Rigning í dag og svo von á júníhreti

Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess.

Veður
Fréttamynd

Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur

Í dag verður áfram hæg og breytileg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átta til fimmtán metrar á sekúndu suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast verður væntanlega áfram á Norður- og Austurlandi, um 23-24 stig þar sem best lætur.

Veður