Innlent

Flughált í höfuð­borginni og víðar um land

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Það er eins gott að fara varlega af stað út í daginn.
Það er eins gott að fara varlega af stað út í daginn. Vísir/Vilhelm

Flughált er á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn borgarinnar og Vegagerðar í óða önn við að salta göturnar nú í morgunsárið.

Á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að svipaða sögu sé að segja frá Austulandi, þar sem flughált er á Fagradal og hálka á flestum öðrum leiðum. 

Svipað ástand er svo á Suðurlandi og á Suðausturlandi. Hálkublettir eru á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og á Skeiðarársandi, og flughált er víða í Landeyjum, á Þykkvabæjarvegi, Bræðratunguvegi og á hluta Landvegar og Þjórsárdalsvegar. 

Hálka er á flestum öðrum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×