Veður

Fréttamynd

Skýjað og rigning af og til

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem verður skýjað og dálítil súld eða rigning af og til. Þó verður bjart að mestu suðaustantil.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hiti gæti náð fimm­tán stigum

Lægð suðaustur af Hornafirði stjórnar veðri landsins í dag með vestlægum áttum. Skýjað og dálítil væta og hiti á bilinu fimm til tíu stig. Bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum og gæti hiti þar náð 15 stigum.

Veður
Fréttamynd

Styttir víða upp og kólnar

Lægð suðvestur af Reykjanesi nálgast nú landið en skil hennar fóru allhratt yfir landið í nótt með tilheyrandi vindi og vætu.

Veður
Fréttamynd

Víða bjart yfir landinu í dag

Í dag má búast við hægum vindum og verður víða bjart yfir landinu. Allmikil hæð er yfir landinu en bætir svo í vind syðst á landinu. Suðasutlæg átt gæti borið með sér súldarbakka við suður- og vesturströndina í dag.

Veður
Fréttamynd

Svona gæti veðrið litið út á sumar­deginum fyrsta

Í dag verður fremur hæg breytileg átt á landinu, en norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu á Austfjörðum fram eftir degi. Norðaustan 3 til 8 metrar á sekúndu. Yfirleitt bjart, en skýjað og stöku smáél norðaustantil en léttir í kvöld. Hiti 3 til 9 stig yfir hádaginn, en nálægt frostmarki norðaustantil.

Veður
Fréttamynd

Norðan kaldi eða stinning­skaldi í dag

Í dag má búast við norðan kalda eða stinningskalda á landinu en á Austfjörðum verður allhvöss norðvestanátt fram eftir degi. Norðlæg átt 8 til 13 metrar á sekúndu, en norðvestan 13 til 18 austast.

Veður
Fréttamynd

Hæg­lætis­veður um páskana

Víða verður allhvass vindur eða strekkingur í dag og á Norður- og Austurlandi verður snjókoma. Á morgun verður norðan kaldi eða stinningskaldi. Á föstudag lægir og rofar til fyrir norðan og um helgina er útlit fyrir hæglætis veður í flestum landshlutum. 

Veður
Fréttamynd

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og létt­skýjað í dag

Í dag má búast við sunnan og suðaustan fimm til 13 metrum á sekúndu. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, en súld eða dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til 14 stig, en að 18 stigum á morgun, hlýjast verður fyrir norðan.

Veður
Fréttamynd

Allt að 14 stiga hiti á Austur­landi í dag

Hiti verður á bilinu fimm til 14 stig í dag og hlýjast verður á Austurlandi. Víðáttumikil hæð austur af landinu beinir til okkar mildri suðlægri átt samkvæmt hugleiðingum Veðurfræðings. Víða verður því kaldi eða strekkingur sunnan- og vestantil á landinu og súld eða dálítil rigning með köflum, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðaustanvert.

Veður
Fréttamynd

Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga

Sundlaugagestir í Salalaug í Kópavogi voru sendir inn vegna eldingar sem laust niður við sundlaugina. Allir gestirnir eru því í innilauginni og fólk sem var á leið ofan í fékk miða sína endurgreidda.

Veður
Fréttamynd

Hlýnandi veður

Í dag gengur í austan og suðaustan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu eftir hádegi og síðar rigningu. Veðurfræðingur spáir rólegri byrjun á deginum, breytilegri átt og frosti um mest allt land. Hlýna tekur í veðri þegar líður á daginn. 

Veður