Fleiri herskáa femínista 9. mars 2007 09:30 Áttundi mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 19. júní er helgaður kvenréttindum og þann 24. október er „kvennafrídagsins" minnst. Getur verið að þörf sé á öllum þessum sérstökum dögum til að hamra á auknum rétti kvenna, rétt eins og þær séu minnihlutahópur? Konur eru jú, um helmingur mannkyns. Hið sorglega svar er já, það er þörf og hún er brýn. Íslenskar konur eru sem betur fer komnar lengra í jafnréttisátt en kynsystur þeirra í ýmsum fjarlægum löndum. En þegar litið er yfir sviðið er ójafnréttið í íslensku samfélagi að mörgu leyti sláandi. Dæmin eru mörg. Eitt nærtækt er hversu hefðbundin kvennastörf eru illa metin. Umönnun sjúkra og aldraðra, kennsla og gæsla barna eru meðal starfa sem konur hafa sinnt í gegnum tíðina. Þetta eru grundvallarverkefni sem ekkert samfélag fær þrifist án, en þó eru þetta þau störf sem samfélag okkar metur hvað minnst. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka þá launataxta sem þessum stéttum er boðið upp á. Og staða kvenna er veik víðar. Þær eru í minnihluta á Alþingi, í sveitarstjórnum og við stjórnunarstörf í einkafyrirtækjum. Það er lítið mál að hafa þennan lista mun lengri. Ekki líta fjölmiðlar til dæmis vel út þegar þeir eru skoðaðir með jafnréttisgleraugunum. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að miklu oftar er rætt við karla en konur í flestum, ef ekki öllum, efnisflokkum allra miðla. Ábyrgð okkar fjölmiðlafólks er mikil. Það hefur lengi verið viðkvæðið í blaðamannastétt að mun erfiðara sé að fá konur til að tjá sig en karla þegar leitað er til þeirra. Það er sitthvað til í því. Meginskýringin er eflaust sú að konur eru ekki jafn hvatvísar og karlar, sem sumir hverjir eru tilbúnir að mæta og ræða hlutina jafnvel þótt þeir hafi takmarkaða þekkingu á umræðuefninu. En þetta er engin afsökun. Konur eiga auðvitað ekki að gjalda þess að vera varkárari, við getum líka sagt klárari, en karlarnir í þessum efnum. Það stendur upp á fjölmiðlafólk að lagfæra þennan skort á jafnvægi kynjanna. Vel getur verið að það kosti tímabundið meiri vinnu að fjölga kvenviðmælendum. En það er hins vegar nokkuð víst að þegar kvenfyrirmyndunum fjölgar verður sú vinna sjálfkrafa auðveldari. Ákveðinn hópur femínista spratt á dögunum fram á sviðið með háværum mótmælum gegn komu útlendra framleiðenda fullorðinsefnis, sem sumir kalla klám. Þetta eru herskáar konur sem tala tæpitungulaust. Þær eru hressileg viðbót í íslenskan umræðukúltúr. Vissulega truflar sitthvað í fasi þeirra, til dæmis hin bjargfasta efaleysi um að þær hafi rétt fyrir sér en aðrir rangt, en um leið er ekki fram hjá því komist að slík sannfæring kemur hreyfingu á málin. Og það er jákvætt því það er margt sem þarf að laga. Áfram stelpur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun
Áttundi mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 19. júní er helgaður kvenréttindum og þann 24. október er „kvennafrídagsins" minnst. Getur verið að þörf sé á öllum þessum sérstökum dögum til að hamra á auknum rétti kvenna, rétt eins og þær séu minnihlutahópur? Konur eru jú, um helmingur mannkyns. Hið sorglega svar er já, það er þörf og hún er brýn. Íslenskar konur eru sem betur fer komnar lengra í jafnréttisátt en kynsystur þeirra í ýmsum fjarlægum löndum. En þegar litið er yfir sviðið er ójafnréttið í íslensku samfélagi að mörgu leyti sláandi. Dæmin eru mörg. Eitt nærtækt er hversu hefðbundin kvennastörf eru illa metin. Umönnun sjúkra og aldraðra, kennsla og gæsla barna eru meðal starfa sem konur hafa sinnt í gegnum tíðina. Þetta eru grundvallarverkefni sem ekkert samfélag fær þrifist án, en þó eru þetta þau störf sem samfélag okkar metur hvað minnst. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka þá launataxta sem þessum stéttum er boðið upp á. Og staða kvenna er veik víðar. Þær eru í minnihluta á Alþingi, í sveitarstjórnum og við stjórnunarstörf í einkafyrirtækjum. Það er lítið mál að hafa þennan lista mun lengri. Ekki líta fjölmiðlar til dæmis vel út þegar þeir eru skoðaðir með jafnréttisgleraugunum. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að miklu oftar er rætt við karla en konur í flestum, ef ekki öllum, efnisflokkum allra miðla. Ábyrgð okkar fjölmiðlafólks er mikil. Það hefur lengi verið viðkvæðið í blaðamannastétt að mun erfiðara sé að fá konur til að tjá sig en karla þegar leitað er til þeirra. Það er sitthvað til í því. Meginskýringin er eflaust sú að konur eru ekki jafn hvatvísar og karlar, sem sumir hverjir eru tilbúnir að mæta og ræða hlutina jafnvel þótt þeir hafi takmarkaða þekkingu á umræðuefninu. En þetta er engin afsökun. Konur eiga auðvitað ekki að gjalda þess að vera varkárari, við getum líka sagt klárari, en karlarnir í þessum efnum. Það stendur upp á fjölmiðlafólk að lagfæra þennan skort á jafnvægi kynjanna. Vel getur verið að það kosti tímabundið meiri vinnu að fjölga kvenviðmælendum. En það er hins vegar nokkuð víst að þegar kvenfyrirmyndunum fjölgar verður sú vinna sjálfkrafa auðveldari. Ákveðinn hópur femínista spratt á dögunum fram á sviðið með háværum mótmælum gegn komu útlendra framleiðenda fullorðinsefnis, sem sumir kalla klám. Þetta eru herskáar konur sem tala tæpitungulaust. Þær eru hressileg viðbót í íslenskan umræðukúltúr. Vissulega truflar sitthvað í fasi þeirra, til dæmis hin bjargfasta efaleysi um að þær hafi rétt fyrir sér en aðrir rangt, en um leið er ekki fram hjá því komist að slík sannfæring kemur hreyfingu á málin. Og það er jákvætt því það er margt sem þarf að laga. Áfram stelpur!
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun