Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast 13. mars 2007 16:54 Jón H. B. Snorrason kom í héraðsdóm í dag til að bera vitni í málinu en varð frá að hverfa vegna þess að vitnaleiðslur höfðu riðlast töluvert. MYND/Stöð 2 Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum. Baugsmálið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum.
Baugsmálið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira