Sjúkrahús í niðurníðslu í Írak 15. mars 2007 18:45 Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú. Al Sadr háskólasjúkrahúsið í Basra var eitt það fullkomnasta í Írak fyrir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir tæpum fjórum árum. Það er nú skugginn af sjálfu sér. Vopnaðir verðir eru nú við innganga þess. Læknar innan dyra þurfa að vinna með úreltan búnað og algengt er að rafmang fari af í lengri eða skemmri tíma. Verstur er þó lyfjaskorturinn. Las Falal, lyfjafræðingur, segist hafa heyrt af því að fjölmargir sjúklingar í Írak hafi látist þar sem þeir hafi ekki fengið lyfin sín. Þau lyf sem berist séu síðan útrunnin og gagnist því engum. Krabbameinslyf eru nær engin og ekki hægt að veita öllum sem þurfa lyfjameðferð. Yfirvöld segja endurreisn landsins í fullum gangi. Innviðir landsins séu illa farnir og því þurfi að forgangsraða sem hafi verið gert. Enginn er óhultur í Írak. Hvorki almennir borgarar né háttsettir stjórnmálamenn. Abdul Aziz al-Hakeem, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Sjía, hefur misst alla bræður sína og óttast sífellt um eigið líf. Methal Al-Alosi, er þingmaður súnnía. Hann missti tvo syni sína í árás skömmu eftir að annar þeirra gekk í það heilaga. Þeir hafi orðið fyrir árás um fimmtíu metra frá fjölskylduheimilinu. Hann hafi heyrt byssugeltið og hlaupið út með vopn í hendi. Það hafi hins vegar verið um seinan. Tony Blair, forsætisráðherra, segist harma dauðsföll meðal almennra borgar í Írak en ekki sé hægt að skella skuldinni á Bandaríkjamenn, Breta eða önnur ríki sem tóku þátt í innrásinni. Sumir segir að fólk sé að deyja Írak, sem sé hræðilegt, og því eigi erlend herlið að fara frá Írak. Blair spyr á móti hver sé að myrða almenna Íraka? Það séu ekki bandamenn - ekki breskir hermenn eða Bandarískir - heldur hryðjuverkamenn og þeir sem vilji koma rót á landið. Erlent Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira
Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú. Al Sadr háskólasjúkrahúsið í Basra var eitt það fullkomnasta í Írak fyrir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir tæpum fjórum árum. Það er nú skugginn af sjálfu sér. Vopnaðir verðir eru nú við innganga þess. Læknar innan dyra þurfa að vinna með úreltan búnað og algengt er að rafmang fari af í lengri eða skemmri tíma. Verstur er þó lyfjaskorturinn. Las Falal, lyfjafræðingur, segist hafa heyrt af því að fjölmargir sjúklingar í Írak hafi látist þar sem þeir hafi ekki fengið lyfin sín. Þau lyf sem berist séu síðan útrunnin og gagnist því engum. Krabbameinslyf eru nær engin og ekki hægt að veita öllum sem þurfa lyfjameðferð. Yfirvöld segja endurreisn landsins í fullum gangi. Innviðir landsins séu illa farnir og því þurfi að forgangsraða sem hafi verið gert. Enginn er óhultur í Írak. Hvorki almennir borgarar né háttsettir stjórnmálamenn. Abdul Aziz al-Hakeem, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Sjía, hefur misst alla bræður sína og óttast sífellt um eigið líf. Methal Al-Alosi, er þingmaður súnnía. Hann missti tvo syni sína í árás skömmu eftir að annar þeirra gekk í það heilaga. Þeir hafi orðið fyrir árás um fimmtíu metra frá fjölskylduheimilinu. Hann hafi heyrt byssugeltið og hlaupið út með vopn í hendi. Það hafi hins vegar verið um seinan. Tony Blair, forsætisráðherra, segist harma dauðsföll meðal almennra borgar í Írak en ekki sé hægt að skella skuldinni á Bandaríkjamenn, Breta eða önnur ríki sem tóku þátt í innrásinni. Sumir segir að fólk sé að deyja Írak, sem sé hræðilegt, og því eigi erlend herlið að fara frá Írak. Blair spyr á móti hver sé að myrða almenna Íraka? Það séu ekki bandamenn - ekki breskir hermenn eða Bandarískir - heldur hryðjuverkamenn og þeir sem vilji koma rót á landið.
Erlent Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira